Hlýjasta aprílbyrjun aldarinnar

Trén við Austurvöll eru tekin við sér og eru byrjuð …
Trén við Austurvöll eru tekin við sér og eru byrjuð að laufgast. mbl.is/Karítas

Fyrri hluti apr­íl­mánaðar hef­ur verið mjög hlýr í Reykja­vík þótt ör­lítið hafi slegið á hlý­ind­in síðustu daga.

Meðal­hiti í borg­inni hef­ur verið 5,6 gráður, sem er 2,7 gráðum ofan meðallags sömu daga fyr­ir árið 1991 til 2020 og 2,6 gráðum ofan meðallags síðustu tíu ára.

Þessi hlý­indakafli er þó ekki langt ofan við hlý­ind­in á sama tíma fyr­ir tveim­ur árum, skrif­ar Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur á bloggi sínu Hung­ur­disk­um.

Næst­hlýj­asta apríl­byrj­un í 90 ár á Ak­ur­eyri

Á Ak­ur­eyri er meðal­hiti fyrri hluta apríl 5,3 gráður, 3,7 gráðum ofan meðallags 1991 til 2020 og 3,5 gráðum ofan meðallags síðustu tíu ára.

Þetta er næst­hlýj­asta apríl­byrj­un síðustu 90 ára á Ak­ur­eyri; lít­il­lega hlýrra var 1981.

Þetta er hlýj­asta byrj­un apr­íl­mánaðar á 5 af 10 spásvæðum lands­ins: Faxa­flóa, Breiðafirði, Strönd­um og Norður­landi vestra, Norðaust­ur­landi og Suðaust­ur­landi. Það er Aust­ur­land að Glett­ingi sem er neðst í röðun­inni, þar er hit­inn í fjórða hlýj­asta sæti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: