Miklar breytingar óráð í óvissuástandi

Tinna Gilbertsdóttir bendir m.a. á að það sé undarlegt að …
Tinna Gilbertsdóttir bendir m.a. á að það sé undarlegt að ætla að leggja til grundvallar, við útreikning á veiðigjöldum, verð uppsjávartegunda á Noregsmarkaði enda íslenska og norska varan alls ekki ekki samanburðarhæfar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hug­mynd­ir stjórn­valda um breyt­ing­ar á veiðigjöld­um þarf að skoða bet­ur og mjög óheppi­legt að ætla að hækka álög­ur á grein­ina í því mikla óvissu­ástandi sem tolla­stefna Trumps hef­ur skapað.

„Ég vil biðla til allra sem hafa hags­muna að gæta að eiga gott sam­tal um þetta mál og hafa all­ar staðreynd­ir á hreinu áður en svona risa­stór ákvörðun er tek­in.“

Þetta seg­ir Tinna Gil­berts­dótt­ir, formaður Kvenna í sjáv­ar­út­vegi, þegar hún er spurð hvernig henni lít­ist á hug­mynd­ir nýrr­ar rík­is­stjórn­ar um breyt­ing­ar á auðlinda­gjaldi sjáv­ar­út­vegs­ins.

Tinna, sem þekk­ir mjög vel til í grein­inni, bend­ir á að sú út­færsla sem rík­is­stjórn­in hef­ur lagt til geti falið í sér að upp­hæð veiðigjald­anna allt að tvö­fald­ist frá því sem nú er og geti þessi viðbót­ar­skatt­lagn­ing bæði valdið því að sum ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hrein­lega leggi upp laup­ana, og einnig að vinnsla á fiski fær­ist í aukn­um mæli úr landi.

„Áhrif­in myndu ekki bara ná til fisk­vinnsl­anna held­ur líka hafa keðju­verk­andi áhrif á fyr­ir­tæki á borð við Lýsi, Kerec­is og fleiri stönd­ug fé­lög sem hafa byggt ár­ang­ur sinn á góðu sam­starfi við þau fyr­ir­tæki sem full­vinna fisk­inn með nýt­ingu hliðar­af­urða á borð við lif­ur, roð, ensím og kolla­gen.“

Tinna und­ir­strik­ar að þökk sé mik­illi tækni­væðingu og metnaði ís­lenskra fisk­vinnsla hafi þessi fé­lög getað reitt sig á að hliðar­af­urðirn­ar séu af bestu fá­an­legu gæðum og til í nægu magni. „Ísland á fyr­ir­tæki sem hafa gert ótrú­lega flotta hluti á þessu sviði og gæti það sett þau í vonda stöðu ef hækkuð gjöld breyta rekstr­ar­for­send­um svo mikið að full­vinnsla hverfi að stór­um hluta úr land­inu.“

Marg­ir eiga hags­muna að gæta

Tinna ít­rek­ar að stíga verði var­lega til jarðar og leita leiða til að sætta ólík sjón­ar­mið. Hún bend­ir á að það hljóti að vera sam­eig­in­legt mark­mið þjóðar­inn­ar að fara vel með auðlind­ir hafs­ins og há­marka afla­verðmæti, og á sama tíma styrkja stoðir sjáv­ar­út­vegs­ins. „Sjáv­ar­út­veg­ur­inn leik­ur ótrú­lega stórt hlut­verk í hag­sæld þjóðar­inn­ar og við búum að fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi sem þykir með þeim bestu í heimi, og ekki að ástæðulausu að mörg ríki líta á ís­lenska kerfið sem for­dæmi til að fylgja,“ seg­ir hún.

Tinna minn­ir á að ár­ang­ur ís­lenska kerf­is­ins hafi ekki látið á sér standa og grein­in bjóði upp á fjölda góðra starfa auk þess að fjöl­mörg kröft­ug og verðmæt fyr­ir­tæki hafi orðið til í kring­um sjáv­ar­út­veg­inn. „Og ef stjórn­völd vilja ganga mjög langt í að breyta þessu kerfi verða hagaðilar fyrst að eiga al­vöru sam­tal. Þeir eru ekki fáir sem hafa beinna og óbeinna hags­muna að gæta.“

Tinna tek­ur und­ir þau sjón­ar­mið að mis­skiln­ings kunni að gæta um fjár­hags­lega burði grein­ar­inn­ar. Hún seg­ir að vissu­lega megi finna mörg stönd­ug fé­lög í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi, en víða sé svig­rúmið þannig að ekki sé endi­lega mik­ill af­gang­ur hjá fyr­ir­tækj­um sem þó eru jafn­an burðarstólp­inn í at­vinnu­lífi síns bæj­ar­fé­lags eða lands­hluta. „Ég hef áhyggj­ur af litlu og meðal­stóru fyr­ir­tækj­un­um sem oft eru í þeirri stöðu að þurfa að vega og meta hvort kaupa þurfi fisk á markaði til þess að geta haldið hús­inu opnu, geta ræst vél­arn­ar og haft ein­hverja vinnu fyr­ir starfs­fólkið. Þarf þá ekki mikið til, eins og t.d. mikla hækk­un veiðigjalda, til að for­send­urn­ar breyt­ist það mikið að betra sé að hafa slökkt á vél­un­um frek­ar en að kveikja á þeim.“

Nóg að gera í fiskvinnslunni. Hækkun veiðigjalda gæti valdið fækkun …
Nóg að gera í fisk­vinnsl­unni. Hækk­un veiðigjalda gæti valdið fækk­un starfa. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Óheppi­leg­ir hvat­ar

Til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar miða m.a. við að ann­ars veg­ar leggja upp­boðsverð á bol­fiski til grund­vall­ar á út­reikn­ingi auðlinda­gjalds, og hins veg­ar miða verð upp­sjáv­ar­af­urða við það verð sem greitt er á Nor­egs­markaði. Tinna seg­ir margt at­huga­vert við þessa aðferð, líkt og aðrir hafa bent á:

„Eins og staðan er í dag fer aðeins lítið brot af veidd­um botn­fiskafla á markað og verðmynd­un­in þar gef­ur ekki endi­lega rétta mynd af verðmæti afl­ans heilt á litið,“ seg­ir hún. „Og sá upp­sjáv­ar­fisk­ur sem verslað er með í Nor­egi er allt önn­ur vara en sú loðna, mak­ríll og síld sem veiðist á Íslands­miðum. Þetta eru flökku­stofn­ar og þegar þeir koma í ís­lenska lög­sögu eru þeir á allt öðru vaxt­ar- og þroska­skeiði en þegar þess­ir stofn­ar veiðast í norskri lög­sögu. Fyr­ir vikið eru ís­lenska og norska var­an alls ekki sam­an­b­urðar­hæf­ar.“

Bend­ir Tinna á að hætt sé við að hug­mynd­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, eins og þær hafa verið kynnt­ar, skapi hvata fyr­ir út­gerðir að leggja meiri áherslu á veiðar en draga í staðinn úr vinnslu, og selja megnið af afl­an­um úr landi til verk­un­ar. „Ég held þetta gæti gerst hraðar en fólk átt­ar sig á og að lítið verði eft­ir á Íslandi nema kannski frum­vinnsl­an,“ seg­ir Tinna og tek­ur und­ir að þegar dæmið er reiknað til enda gæti hækk­un veiðigjalda jafn­vel leitt til þess að skatt­spor sjáv­ar­út­vegs­ins minnki.

Ofan á breyt­ing­ar­til­lög­ur stjórn­valda bæt­ist síðan sú póli­tíska óvissa sem stjórn­ar­hætt­ir Don­alds Trumps hafa skapað. Tinna seg­ir ljóst að Ísland verði að fara mjög var­lega ef á að tak­ast að tryggja góðan aðgang að Banda­ríkja­markaði og er það ekki síst sjáv­ar­út­veg­ur­inn sem á þar einna mest und­ir. „Und­an­farna daga og vik­ur höf­um við séð Trump breyta toll­um á aðrar þjóðir á svip­stundu og eng­inn veit hvað ger­ist næst. Af þessu hlýst mikið óvissu­ástand um all­an heim og all­ir halda að sér hönd­um. Við svona aðstæður ætti síst að koma til greina að hækka álög­ur á sjáv­ar­út­veg­inn.“

Tengslanet sem mun­ar um

Að und­an­förnu hef­ur starf­sem­in verið með öfl­ug­asta móti hjá Kon­um í sjáv­ar­út­vegi (KIS) og seg­ir Tinna að fé­lagsmeðlim­ir séu núna nærri 380 tals­ins en voru um 100 þegar fé­lagið var stofnað fyr­ir hálf­um öðrum ára­tug. „Það er gam­an að sjá að ákveðin end­ur­nýj­un er að eiga sér stað og ný and­lit að birt­ast á viðburðunum okk­ar. Ung­ar kon­ur eru í vax­andi mæli farn­ar að líta á sjáv­ar­út­veg sem álit­leg­an starfs­vett­vang og þær sjá að fé­lagið er góður staður til að út­víkka tengslanetið.”

Tinna seg­ir fé­lagið opið kon­um sem starfa hvort held­ur sem er beint eða óbeint við sjáv­ar­út­veg­inn og nefn­ir hún sem dæmi að í hópn­um sé að finna kon­ur úr fjár­mála­geir­an­um sem vinna mikið með sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. „Svo er gam­an að segja frá því að á næsta aðal­fundi mun­um við stækka fé­lagið enn meira og bæt­ist fé­lagið Kon­ur í eldi við hóp­inn sem sjálf­stæð deild inn­an Kvenna í sjáv­ar­út­vegi.“

Konur í sjávarútvegi heimsóttu nýverið Lýsi heim.
Kon­ur í sjáv­ar­út­vegi heim­sóttu ný­verið Lýsi heim. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Að sögn Tinnu er mik­il­vægt fyr­ir kon­ur í grein­inni að eiga sér vett­vang eins og KIS. „Ég hóf störf í sjáv­ar­út­vegi fyr­ir um fimmtán árum og fór þá t.d. að sækja ráðstefn­ur og sýn­ing­ar er­lend­is þar sem ég var iðulega ein af ör­fá­um kon­um í hópi jakkafa­ta­klæddra karla. Tengslanetið á milli kvenna í grein­inni var smátt og sund­urliðað og helst að kon­ur inn­an sama fyr­ir­tæk­is eða í sama byggðarlag­inu þekktu hver aðra og gætu haldið hóp­inn og vantaði að virkja sam­legðaráhrif kvenna í sjáv­ar­út­vegi.“

Starf­semi KIS er einkum bund­in við vetr­ar­mánuðina og er van­inn að meðlim­ir fé­lags­ins hitt­ist á mánaðarleg­um viðburðum. Tinna seg­ir fé­lags­skap­inn ánægju­leg­an en það hafi líka mikið fag­legt vægi fyr­ir kon­ur að geta leitað ráða og leiðsagn­ar hjá stöll­um sín­um og búa að öll­um þeim kost­um sem fylgja sterku tengslaneti, og að KIS hafi greini­lega hjálpað kon­um í grein­inni að taka sér meira pláss og öðlast sterk­ari rödd í at­vinnu­vegi sem lengi vel var mjög karllæg­ur. „Við pöss­um upp á og greiðum leið hver annarr­ar. Ef við vit­um af áhuga­verðu tæki­færi þá segj­um við hver ann­arri frá því og get­um mælt með öfl­ug­um kon­um úr fé­lag­inu þegar við vit­um af laus­um stöðum. Svo mun­ar um það að geta ein­fald­lega tekið upp sím­ann og hringt í vin­konu úr grein­inni til að fá svarið við fag­legri spurn­ingu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: