Alveg eins hægt að rökræða við stein

Kristján Loftsson segir gagnrýnendur hvalveiða vera lítinn háværan hóp.
Kristján Loftsson segir gagnrýnendur hvalveiða vera lítinn háværan hóp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., seg­ir al­veg eins hægt að tala við stein eins og að færa rök fyr­ir hval­veiðum fyr­ir þeim sem eru gegn slík­um veiðum.

„Hvaða rök­semd­ar­færslu mynd­ir þú koma með, færa rök fyr­ir gagn­semi eða nyt­semi hval­veiða, gagn­vart því fólki sem er á móti framþróun eða á móti hval­veiðum?“ spyr Arí­el Pét­urs­son, þátta­stjórn­andi Sjók­asts­ins, Kristján í fyrsta þætti hlaðvarps­ins.

„Þú ert bara að tala við stein. Þú get­ur al­veg eins talað við stein­inn hérna fyr­ir utan, þú kemst ekk­ert lengra með obb­ann af þessu liði,“ seg­ir Kristján.

Lít­ill há­vær hóp­ur sem frétta­menn elska

Seg­ir hann þetta vera lít­inn há­vær­an hóp sem frétta­menn elski, sér­stak­lega þeir hjá sjón­varps­stöðvun­um.

„Þetta er alltaf sama liðið sem þeir kalla á í sjón­varps­stöðvarn­ar til að hálf­gráta yfir þessu. Það bara er svona,“ seg­ir Kristján.

Sjá má viðtalið við Kristján í heild sinni hér að neðan en Sjók­astið, nýtt hlaðvarp á veg­um Sjó­mannadags­ráðs, er einnig aðgengi­legt á helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is