Kallar eftir vinnsluskyldu á allan afla

Nokkur þúsund störf eru í fiskvinnslu á Íslandi. Gunnar Örlygsson …
Nokkur þúsund störf eru í fiskvinnslu á Íslandi. Gunnar Örlygsson telur þeim munu fjölga um fleiri hundruð ef til staðar verði vinnsluskylda. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Gunn­ar Örlygs­son fram­kvæmda­stjóri IceM­ar kall­ar eft­ir því að sett verði inn­lend vinnslu­skylda á þann fisk sem ís­lensk fiski­skip landa. Hann seg­ist finna fyr­ir aukn­um und­ir­tekt­um með þess­um hug­mynd­um en bíður þess að stjórn­völd taki málið til umræðu.

„Í meira en tvo ára­tugi hef ég haft áhuga á frek­ari vinnslu hér heima fyr­ir, skrifað grein­ar, hitt ráðherra og þing­menn og reynt að hafa áhrif á umræðuna. Yf­ir­leitt hef ég talað fyr­ir dauf­um eyr­um en bless­un­ar­lega er þetta loks að breyt­ast. Nú er svo komið að rekstr­ar­fé­lög í sjáv­ar­út­vegi eru flest kom­in á þenn­an vagn, ótækt sé orðið að keppa við fisk­vinnslu í Evr­ópu þar sem laun eru mun lægri og rík­is­styrk­ir veru­leg­ir að sama skapi,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann kveðst hafa átt sam­ræður við fjöl­marga inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins um það hvort ekki sé nú lag að tryggja full­vinnslu inn­an­lands, sér­stak­lega hvað varðar þorsk og ýsu.

Fyrst um sinn vill Gunn­ar sjá laga­setn­ingu sem trygg­ir að all­ur þorsk- og ýsu­afli verði að vera unn­inn inn­an­lands, en tel­ur þurfa lengri aðlög­un­ar­tíma fyr­ir karfa, stein­bít og fleiri teg­und­ir, þar sem vinnsla þeirra kalli á aukna sér­hæf­ingu.

Gunnar Örlygsson telur tímabært að taka til umræðu innlenda vinnsluskyldu …
Gunn­ar Örlygs­son tel­ur tíma­bært að taka til umræðu inn­lenda vinnslu­skyldu á all­an þorskafla og ýsu­afla sem ís­lensk fiski­skip landa. Ljós­mynd/​IceM­ar

Nú er lag

„All­ir sem ég hef rætt við eru sam­mála um mik­il­vægi þess að ráðast í aðgerðir,“ full­yrðir Gunn­ar. „Fólk inn­an grein­ar­inn­ar, fram­kvæmda­stjór­ar hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um inn­an raða SFS. Fram­kvæmda­stjór­ar hjá sjálf­stæðum fisk­vinnsl­um sem kaupa hrá­efni á fisk­mörkuðum. Fram­kvæmda­stjór­ar hjá sjálf­stæðum sölu­fyr­ir­tækj­um. Fram­kvæmda­stjór­ar hjá tækni- og þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um og fleiri. Sama gild­ir um stjórn­mála­menn sem ég hef rætt við.“

Eina spurn­ing­in núna sé hvað rík­is­stjórn­in hyggst gera í mál­inu, að sögn hans.

„Með afla­sam­drætti í Bar­ents­haf­inu og al­mennt mik­illi eft­ir­spurn erum við í dauðafæri að efla ís­lenska fisk­vinnslu og koma á verðmæta­sköp­un sem skipt­ir okk­ur Íslend­inga veru­lega miklu máli. Útgerðar­menn og rík­is­stjórn­in ættu að geta slíðrað sverðin og unnið sam­an sem ein heild í þessu máli. Við eig­um hér auðlind sem er tak­mörkuð; há­mörk­um verðmæta­sköp­un­ina og vinn­um afl­ann hér heima, ekki bara hluta af hon­um.“

Til mik­ils að vinna

Máli sínu til stuðnings vís­ar Gunn­ar til þess að nokk­ur hundruð þúsund tonn hafa verið flutt úr landi óunn­inn á und­an­förn­um ára­tug.

„Hver hefði verðmæta­sköp­un­in orðið við vinnslu hér inn­an­lands á þessu magni?“ spyr hann og svar­ar sjálf­ur að hann áætli að um sé að ræða um fimm millj­arða króna á ári und­an­far­in tíu ár, eða 50 millj­arða króna á tíma­bil­inu. Bend­ir hann á að í þeirri upp­hæð séu ótal­in þau verðmæti sem verði til við alla þjón­ustu við fisk­vinnsl­una.

„Und­an­far­in ár hef­ur verið bent á að þessi út­flutn­ing­ur sé ekki mik­ill í sögu­legu sam­hengi. Það skal bent á að í sögu­legu sam­hengi hef­ur tækniþróun orðið á þá leið að fisk­vinnsla á Íslandi hef­ur aldrei átt meiri mögu­leika en í dag til að fram­leiða vöru gegn hæsta verði; nýj­ar fram­leiðsluaðferðir, nýj­ar flutn­ings­leiðir, betri kæl­ing og svo fram­veg­is. Því er ólíku sam­an að jafna mögu­leik­um fyr­ir­tækja í dag eða fyr­ir­tækja á 6.-9. ára­tug síðustu ald­ar. Að bera þetta tvennt sam­an verður að telj­ast í besta falli út­úr­snún­ing­ur. Jafn­framt hef­ur verið bent á fjár­fest­ingu ís­lenskra fyr­ir­tækja í vinnsl­um er­lend­is. Sú fjár­fest­ing ætti ekki að hafa nein áhrif; mark­mið ís­lenskra stjórn­valda hlýt­ur að vera að há­marka verðmæta­sköp­un á Íslandi en ekki verðmæta­sköp­un er­lend­is, hver sem hlut­haf­inn er,“ seg­ir hann.

Þá sé sú þekk­ing sem til hef­ur orðið á Íslandi und­an­far­inna ára­tugi í tengsl­um við vinnslu og nýt­ingu mik­il­vægt for­skot sem tryggi að verðmæt afurð geti skilað há­marks­verði, að sögn Gunn­ars, sem bend­ir á vinnsluþætti, vinnslu­tæki, markaðssetn­ingu og flutn­ings­miðlun.

„Þess­ari þekk­ingu er kastað út um glugg­ann ef fisk­ur er flutt­ur úr landi óunn­inn. Störf­in hér heima eru einnig und­ir ef út­flutn­ing­ur óunn­ins afla fær að vaxa óheft.“

Vægi ímynd­ar

Tel­ur Gunn­ar að sala á óunn­um fiski grafi und­an ein­hverju öfl­ug­asta markaðssetn­ing­ar­tæki ís­lenskra afurða.

„Erfiðasti hluti umræðunn­ar og jafn­framt sá sár­asti er sá hluti sem snýr að ímynd ís­lenskra sjáv­ar­af­urða. Beint or­saka­sam­hengi er á milli þess hversu mik­inn hluta afl­ans við flytj­um óunn­inn úr landi og hversu sterka ímynd afurðir okk­ar hafa. Stöðugar full­yrðing­ar eru uppi í grein­inni um falsk­ar upp­lýs­ing­ar um sjáv­ar­af­urðir. Þekkt er að í mörg­um lönd­um í kring­um okk­ur eru kröf­ur og eft­ir­fylgni með upp­runa vör­unn­ar mun minni en hér á landi. Aðgrein­ing okk­ar vöru frá ann­arri er einnig án vafa mun erfiðari vegna sölu á óunnu hrá­efni.“

Gríðarleg þekking hefur skapast á vinnslu sjávarafurða á Íslandi á …
Gríðarleg þekk­ing hef­ur skap­ast á vinnslu sjáv­ar­af­urða á Íslandi á und­an­förn­um ára­tug­um. Ljós­mynd/​Skinn­ey-Þinga­nes

Hann tel­ur að með því að tryggja inn­lenda vinnslu megi standa vörð um þá þekk­ingu sem skap­ast hafi í tengsl­um við vinnslu sjáv­ar­fangs og styður við áfram­hald­andi þróun á því sviði. Jafn­framt að verðmæta­sköp­un á grund­velli tak­markaðrar auðlind­ar verði auk­in með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um á fjölg­un starfa, bæði beint og óbeint í gegn­um auk­in um­svif fyr­ir­tækja sem sjái vinnsl­um fyr­ir tækj­um og búnaði. Þetta muni síðan skila rík­is­sjóði og sveit­ar­fé­lög­um aukn­ar tekj­ur.

Gunn­ar seg­ir að með inn­lendri vinnslu­skyldu verði sam­keppn­in um hrá­efnið ein­skorðuð við inn­lend­ar fisk­vinnsl­ur á inn­lend­um fisk­mörkuðum. „Þannig kom­um við í veg fyr­ir ójafna sam­keppni með okk­ar eigið hrá­efni við rík­is­styrkt­ar fisk­vinnsl­ur í Evr­ópu.“

Enn frem­ur seg­ir hann aukna inn­lenda vinnslu sjáv­ar­fangs auðvelda ut­an­um­hald ímynd­ar- og gæðamála.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: