Hækkunin sögð án hliðstæðu

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir villandi að dulbúa skattahækkun sem …
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir villandi að dulbúa skattahækkun sem leiðréttingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er afar vill­andi þegar þessi skatta­hækk­un er dul­bú­in sem svo­kölluð leiðrétt­ing. Slíkt bend­ir til þess að eitt­hvað hafi verið rangt og þurfi að leiðrétta. Það er ekki staðan,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. í minn­is­blaði sem fyr­ir­tækið send­ir frá sér í kaup­hall­ar­til­kynn­ingu.

Þar seg­ir hann frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son­ar at­vinnu­vegaráðherra skapa hvata til aðskilnaðar veiða og vinnslu sem hef­ur verið und­ir­staða virðis­aukn­ing­ar og arðsemi ís­lensks sjáv­ar­út­vegs.

„Eins og málið stend­ur í dag þurfa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að bregðast við boðuðum breyt­ing­um á lög­um um veiðigjald með hagræðingu og upp­sögn­um á fólki, auk þess sem fjár­fest­ing­ar og end­ur­nýj­un mun sitja á hak­an­um. Þar sem markaðir afurða fyr­ir­tækj­anna eru er­lend­is eru ekki for­send­ur til að fleyta aukn­um kostnaði út í verðlag. Þá verður að gjalda var­hug við að tengja skatt­lagn­ingu á Íslandi við verð og sjáv­ar­út­veg í Nor­egi enda for­send­ur verðlagn­ing­ar og áhrifa­vald­ar ger­ólík­ir,“ seg­ir Gunnþór.

Of­ur­skatt­lagn­ing

For­stjór­inn hafn­ar því al­farið að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in sem reka bæði vinnslu og út­gerð og stunda innri viðskipti með afla ákveði verð á afla al­farið sjálf. „Slíkt tal á ekki við rök að styðjast,“ seg­ir hann og kveðst telja frum­varpið fela í sér „of­ur­skatt­lagn­ingu á ís­lensk­an upp­sjáv­ariðnað. Á þetta sér enga hliðstæðu meðal annarra fisk­veiðiþjóða í heim­in­um.“

„Verðlagn­ing á upp­sjáv­ar­afla frá skipi miðast við að lág­marki 33% af afurðaverðmæti sé greitt fyr­ir mann­eld­is­fisk og 55% fyr­ir bræðslu­fisk. Eru þessi verð ísam­komu­lagi við sjó­menn og hafa verið um ára­tugi. Verðlags­stofa skipta­verðs fylg­ist með verðunum og er farið yfir all­ar töl­ur með sjó­mönn­um eft­ir vertíð og öll út­flutn­ings­verð þannig upp á borðum. Allt tal um að þetta sé ein­hliða í hönd­um út­gerða er því rangt,“ út­skýr­ir Gunnþór.

Veru­leg áhrif á fram­legð veiða

Bend­ir hann á að for­send­ur frum­varps um breytt veiðigjöld beri með sér um­fangs­mikla galla og vek­ur at­hygli á því að út­flutn­ings­verðmæti mak­ríls nái ekki því viðmiðun­ar­verði sem frum­varpið legg­ur til að verði grund­völl­ur álagn­ing­ar veiðigjalda á teg­und­ina.

Miðað við álagn­ingu veiðigjalda síðasta árs myndi gjald á mak­ríl verða rúm­lega 1.700% meira en raun­in varð.

Fram koma í minn­is­blaðinu út­reiknaðar sviðsmynd­ir fyr­ir upp­sjáv­ar­skipið Bark­ar NK fyr­ir árið 2025 og er miðað við um 50 þúsund tonna afla og tveggja millj­arða króna tekj­ur af veiðunum. Óbreytt myndu um 27% tekna fara í laun og launa­tengd gjöld, 22,3% í orku­kostnað og 15,7% í veiðigjöld, en 16,7% tekna færi í ann­an kostnað svo sem lönd­un­ar- og hafn­ar­gjöld og kostnað vegna veiðarfæra og viðhalds. Fram­legð veiða Bark­ar yrði því 18,3% eða rétt tæp­ar 372 millj­ón­ir króna.

Með breyttu gjaldi sam­kvæmt frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar myndi hins veg­ar veiðigjald verða stærsti kostnaður­inn eða um 669 millj­ón­ir króna, það er um 32,9% af tekj­um veiðanna. Fram­legðin yrði þá aðeins 1,1% eða rúm­ar 22 millj­ón­ir króna.

Kynni sér staðreynd­ir

„Það er mik­il­vægt að stjórn­mála­menn kynni sér staðreynd­ir máls­ins, hvaða breyt­ing­ar er verið að boða og hver áhrif af breyt­ing­un­um geta orðið. Það er verið að boða tals­vert meira en tvö­föld­un á veiðigjöld­um, og það sem verra er að breyt­ing­arn­ar stuðla að því að sú samþætt­ing veiða og vinnslu sem hef­ur komið ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi í fremstu röð er sett í upp­nám,“ seg­ir Gunnþór.

Hann seg­ir ljóst að stór­feld hækk­un veiðigjalda mun koma niður á íbú­um Fjarðabyggðar en þar starfa auk Síld­ar­vinnsl­unn­ar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in Eskja og Loðnu­vinnsl­an sme gera út á upp­sjáv­ar­teg­und­ir.

„Það þarf eng­inn að velkj­ast í vafa um að hækk­un á veiðigjöld­um á þessi þrjú fé­lög í Fjarðabyggð uppá þrjá millj­arða mun bitna á upp­bygg­ingu þeirra, svo ekki sé talað um önn­ur fyr­ir­tæki og þjón­ustu í Fjarðabyggð sem treysta á fé­lög­in. Til viðbót­ar þessu koma skerðing­ar vegna strand­veiða mjög illa við Fjarðabyggð en fyr­ir hvert eitt tonn sem landað er í sveit­ar­fé­lag­inu af strand­veiðiafla eru tek­in 25 tonn í burtu frá fé­lög­un­um í Fjarðabyggð.“

mbl.is