Svandís: Þrýstingur á auðlindir mun aukast

Svandís Svavarsdóttir segir mikilvægt að bæta auðlindaákvæði við stjórnarskránna.
Svandís Svavarsdóttir segir mikilvægt að bæta auðlindaákvæði við stjórnarskránna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir auðlind­ir Íslands vera sam­eign þjóðar­inn­ar og um það eigi að vera kveðið á um í stjórn­ar­skrá. Þetta seg­ir hún eiga við um all­ar auðlind­ir lands­ins, ekki bara fisk­inn í sjón­um.

Svandís, formaður Vinstri grænna og fyrr­ver­andi ráðherra, var á dög­un­um gest­ur Arí­els Pét­urs­son­ar, for­manns Sjó­mannadags­ráðs, í Sjók­ast­inu, hlaðvarpi Sjó­mannadags­ráðs.

Í þætt­in­um spurði Arí­el Svandísi hvernig sýn henn­ar, um að auðlind hafs­ins eigi að vera sam­eign þjóðar­inn­ar, geti orðið að veru­leika. Þessi sýn komi fram í verk­efn­inu Auðlind­in okk­ar og hafi verið í fram­sögu Svandís­ar í gegn­um tíðina.

„Hann er ekki bara inn­an­lands, hann kem­ur utan frá“

„Fyrst og fremst í gegn­um auðlinda­ákvæði í stjórn­ar­skrá,“ svaraði Svandís. Mik­il­vægt sé að kveðið sé á um, í grunn­lög­um þjóðar­inn­ar, að auðlind­irn­ar séu í eigu þjóðar­inn­ar, hvort sem um ræði fisk, vatn eða orku.

Rifjaði Arí­el þá upp orð Jose Mujica, eða Pepe eins og hann er kallaður, fyrr­ver­andi for­seta Úrúg­væ – „sem að sagði ein­hvern­tím­ann að ef stjórn­mála­maður vill breyta stjórn­ar­skrá þá er það vegna þess að hann vill fá völd á morg­un sem hann hef­ur ekki í dag“.

Þá tók hann um leið fram að hann telji Svandísi hafa rétt fyr­ir sér, mögu­lega sé ákvæði í stjórn­ar­skrá eina rök­rétta svarið.

„Við höf­um lent í því með vatn í Þor­láks­höfn, við höf­um lent í því með jarðvarma sem auðlind á Suður­nesj­um, að bara svona „úbbs“ – þetta er komið úr hönd­um okk­ar þjóðar.“

Svandís tók und­ir þessi orð og sagði þá sem velta fyr­ir sér lofts­lags­breyt­ing­um, hlýn­un jarðar og áhrif­um á líf­ríkið átta sig á því að efna­hags­lega muni þrýst­ing­ur á auðlind­ir halda áfram að aukast.

Þrýst­ing­inn seg­ir hún alþjóðleg­an. „Hann er ekki bara inn­an­lands, hann kem­ur utan frá.“

Það skipti miklu máli fyr­ir full­valda og sjálf­stætt ríki að hafa skrifað inn í sinn laga­grunn hvaða skiln­ing­ur ríki á því hvernig þetta tvinn­ast sam­an, sjálf­stæðið og full­veldið og síðan auðlind­irn­ar.

Svandís sat á þingi fyrir Vinstri græna í 15 ár.
Svandís sat á þingi fyr­ir Vinstri græna í 15 ár. mbl.is/​Eyþór

Jarðar­kaup er­lendra aðila

Arí­el seg­ir það hluta af full­veld­inu að þjóðin sé sjálf eig­andi síns lands og spyr í fram­haldi hvað Svandísi þyki um jarðar­kaup þau sem hafa átt sér stað hér á landi af hálfu út­lend­inga.

Seg­ist Svandís þeirr­ar skoðunar að það þurfi að fara mjög var­lega í þess­um efn­um. Það þurfi að stemma stigu við því að reglu­verk hér­lend­is sé þannig upp­sett að er­lend­ur auðjöf­ur geti keypt jörð eða skaga, – „þá er orðið svo stutt í það að það séu bara heilu fjórðung­arn­ir“.

„Já og þá erum við ekki bein­lín­is full­valda þjóð leng­ur,“ tek­ur Arí­el þá und­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina