Leggja til 460 tonna hámarksafla

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir rækju út af Snæfellsnesi eykst um 23% …
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir rækju út af Snæfellsnesi eykst um 23% milli ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að ekki verði veitt meira en 460 tonn af rækju við Snæ­fells­nes á tíma­bil­inu 1. maí 2025 til 15. mars 2026. Það er 23% aukn­ing í ráðlögðum há­marks­afla frá fyrra tíma­bili.

Þetta kem­ur fram í nýrri ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, en þar er einnig lagður til 460 tonna upp­hafskvóti vegna veiðitíma­bils­ins 1. maí 2026 til 15. mars 2027.

Þá er vísi­tala veiðistofns sögð yfir aðgerðamörk­um og varúðarmörk­um, auk þess sem veiðiálag er fyr­ir neðan kjör­sókn en landað hef­ur verið minna magn en út­hlutaður kvóti er fyr­ir af rækju við Snæ­fells­nes síðan 2017.

Stærsti hluti stofns­ins er kynþroska dýr og er lítið magn ung­rækju sagt benda til þess að lítið sé vitað um nýliðun og rek lirfa frá ná­læg­um svæðum.

„Lítið fékkst af þorski og ýsu 2 ára og eldri í stofn­mæl­ingu rækju við Snæ­fells­nes árið 2025. Mikið hef­ur verið af 1 árs ýsu frá ár­inu 2020. Skylda er að nota fiskiskilju við veiðarn­ar og er brott­kast fisks talið óveru­legt,“ seg­ir í ráðgjaf­ar­skjali Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

mbl.is