Nám áhafna björgunarskipa bitbein

Sigurvon kom fiskibát til bjargar í vetur. Tekist er á …
Sigurvon kom fiskibát til bjargar í vetur. Tekist er á um hver eigi að sinna kennslu í skip- og vélstjórn á íslenskum björgunarskipum. Ljósmynd/Landsbjörg

Tek­ist er á um það hver eigi að sinna kennslu skip­stjórn­ar- og vél­stjórn­ar­náms sem sér­hæft verður fyr­ir björg­un­ar­skip sem innviðaráðuneytið legg­ur til að verði komið á lagg­irn­ar til að mæta mönn­un­ar­vanda á skip­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar (SL). SL vill fá það á sín­ar hend­ur, en Tækni­skól­inn og Verk­mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri sín­ar. Fé­lag skip­stjórn­ar­manna vill að stofnaður verði nýr fag­skóli.

Hinn 11. apríl síðastliðinn birti innviðaráðuneytið í sam­ráðsgátt stjórn­valda kynn­ingu á áform­um um laga­setn­ingu sem fel­ur í sér heim­ild til ráðherra að setja í reglu­gerð ákvæði um mennt­un og þjálf­un á veg­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar og Slysa­varna­skóla sjó­manna til skip­stjórn­ar og vél­gæslu á björg­un­ar­skip­um.

Er gert ráð fyr­ir að nám­skrá og listi yfir kenn­ara verði háð samþykki Sam­göngu­stofu og að þeirri stofn­un verði falið eft­ir­lit með nám­inu. Jafn­framt er lagt upp með að námið gildi ein­göngu til starfa um borð í skip­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar og að hvorki námið né sigl­inga­tími í fram­haldi af því á skip­um fé­lags­ins nýt­ist til að öðlast önn­ur rétt­indi.

Vilja kenna

Í um­sögn sinni bend­ir SL á að í eldri lög­um um áhafn­ir skipa var Sam­göngu­stofu heim­ilt að veita und­anþágu sem fól í sér að skip­stjórn­ar­menn og vél­stjórn­ar­menn á björg­un­ar­skip­um þurftu að ljúka sömu bók­legri mennt­un og þeir sem fá at­vinnu­skír­teini, en gátu fengið rétt­indi á björg­un­ar­skip með sér­stakri þjálf­un hjá SL án til­skil­ins sigl­inga­tíma við störf á sjó.

Legg­ur nú SL til að fé­lag­inu verði falið það verk­efni að sinna hinu bók­lega námi háð því að mennt­un­in nýt­ist ekki til at­vinnu­rétt­inda.

Tækni­skól­inn og Verk­mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri, þar sem nú er kennd vél­stjórn og skip­stjórn, lýsa í sam­eig­in­legri um­sögn áhyggj­um af því ef til stend­ur að bregða frá lög­um og reglu­gerðum sem liggja að baki rétt­ind­um til sigl­ing­ar skipa sem byggj­ast á alþjóðasamþykkt­um. Telja skól­arn­ir að „lág­mark sé að stjórn­end­ur þess­ara skipa hafi lokið smá­skipanámi sem bygg­ist á lög­um nr. 82/​2022 um 15 metra skip auk und­anþágu á vél­ar­hlut­an­um, en gætu því til viðbót­ar hlotið sér­staka þjálf­un í stjórn­un og meðferð björg­un­ar­skipa Lands­bjarg­ar sem myndi efla þá enn frek­ar í hlut­verki sínu“.

Þá lýsa skól­arn­ir jafn­framt „vilja til að koma að því að skrifa nýja nám­skrá byggða á nú­ver­andi smá­skipanámi í skip­stjórn og vél­stjórn en með aðlög­un að þörf­um Lands­bjarg­ar til að efla skip­stjórn­end­ur fé­lags­ins“.

Vilja nýj­an skóla

Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hafn­ar báðum lausn­um máls­ins í um­sögn sinni og seg­ir nám í skip­stjórn eiga að vera í sjálf­stæðum fag­skóla.

„Frá ár­inu 2008 hef­ur skip­stjórn­ar­nám verið kennt í Tækni­skóla Íslands, þar sem skip­stjórn­ar­skól­inn er einn af átta und­ir­skól­um. Við telj­um í ljósi reynsl­unn­ar að það hafi verið mis­tök og skip­stjórn­ar­námið eigi ekki heima í Tækni­skól­an­um. Við höf­um fært fyr­ir því marg­vís­leg rök í ræðu og riti og erum til­bún­ir til sam­tals og sam­ráðs um málið,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Bend­ir fé­lagið á að það hafi um ára­bil talið nauðsyn­legt að skip­stjórn­ar­nám verði á hönd­um nýs skóla í gamla hús­næði Sjó­manna­skól­ans í Reykja­vík. „Fé­lagið er þeirr­ar skoðunar að ut­an­um­hald um grunn­nám í skip­stjórn eigi að vera í hönd­um eins aðila sem ber ábyrgð gagn­vart stjórn­völd­um á því að námið upp­fylli skil­yrði laga og alþjóðareglna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: