Togarar yngjast en önnur fiskiskip eldast

Viðey RE-50. Meðalaldur íslenskra togara er aðeins 19 ár, en …
Viðey RE-50. Meðalaldur íslenskra togara er aðeins 19 ár, en aldur vélskipa og opinna báta hefur hækkað mikið undnafarin ár. mbl.is/Árni Sæberg

Ald­ur tog­ara held­ur áfram að lækka en þeim hef­ur fækkað um tæp­an fjórðung á und­an­förn­um ára­tug. Á móti verða vél­skip og opn­ir bát­ar sí­fellt eldri. Alls hef­ur fiski­skip­um fækkað um 154 frá ár­inu 2014.

Meðal­ald­ur tog­ara var á síðasta ári aðeins 19 ár og hef­ur ekki verið lægri á þess­ari öld. Lækk­andi ald­ur er í takt við gríðarlega fjár­fest­ingu út­gerða í ný­smíðuðum öfl­ug­um tog­ur­um.

Þró­un­in hef­ur þó verið þver­öfug í til­felli vél­skipa og op­inna báta. Meðal­ald­ur ís­lenskra vél­skipa var 30 ár árið 2024 en var 23 ár fyr­ir ára­tug. Leita þarf aft­ur til árs­ins 2005 til að finna ár sem meðal­ald­ur vél­skipa var 19 ár líkt og tog­ara er nú. Þá var meðal­ald­ur op­inna báta heil 35 ár á síðasta ári en 27 ár árið 2014. Meðal­ald­ur þessa báta var síðast 19 ár fyr­ir meira en tveim­ur ára­tug­um, árið 2003.

Þetta má lesa úr upp­færðum gögn­um Hag­stofu Íslands um sam­setn­ingu ís­lenska fiski­skipa­flot­ans.

Tog­ur­um fækk­ar mest

Alls voru 1.532 fiski­skip í ís­lenska flot­an­um á síðasta ári og hef­ur þeim fækkað um 154 frá ár­inu 2014 eða um 9%. Mestu mun­ar um vél­skip, sem hef­ur fækkað um 99 á und­an­förn­um ára­tug og voru skráð 675 í fyrra.

Mest hef­ur vél­skip­um fækkað á Vest­ur­landi þar sem þau voru 24 færri á síðasta ári en fyr­ir ára­tug. Þá hef­ur þeim fækkað næst­mest á Suður­nesj­um þar sem voru 19 færri vél­skip í fyrra en 2014. Hlut­falls­lega fækkaði vél­skip­um mest á höfuðborg­ar­svæðinu eða 30%, úr 54 í 38.

Tog­ur­um fækk­ar hlut­falls­lega mest á tíma­bil­inu, úr 49 árið 2014 í 37 á síðasta ári. Fækk­ar þeim um helm­ing bæði á höfuðborg­ar­svæðinu og á Vest­fjörðum, úr tíu í fimm og úr sex í þrjá. Í þrem­ur lands­hlut­um fækk­ar tog­ur­um ekki og eru það Vest­ur­land þar sem eru þrír tog­ar­ar skráðir með heima­höfn, Norður­land eystra þar sem þeir eru níu, og Aust­ur­land þar sem þeir eru fimm.

Opn­um bát­um hef­ur aðeins fækkað um 5% á ár­un­um 2014 til 2024, en þró­un­in er mjög ólík eft­ir lands­hlut­um. Fjölg­ar þeim um 14 í 248 á Vest­fjörðum, um fjóra í 23 á Suður­landi og um fimm í 69 á Suður­nesj­um. Á sama tíma fækk­ar þeim um 27 á Vest­ur­landi, 21 á Aust­ur­landi og tólf á Norður­landi eystra.

Ýmsar skýr­ing­ar

Breyt­ing­arn­ar eru lík­leg­ar til að vera af ýms­um toga svo sem ný skip með aukna af­kasta­getu sem koma í stað tveggja eða fleiri eldri skipa, kvóta­skerðing­ar og sam­ein­ing út­gerða.

Þó hef­ur ald­ur vél­skipa ekki lækkað og má því áætla að smærri út­gerðir hafi mögu­lega ekki burði til að fjár­festa í ný­smíðuðum skip­um í sama um­fangi og þær út­gerðir sem gera út tog­ara. Einnig virðist sem strand­veiðiflot­inn sé mikið að gera út eldri báta og end­ur­nýj­un þeirra sé frem­ur lít­il.

Fjölg­un op­inna báta á Vest­fjörðum má mögu­lega rekja til hag­stæðari aðstæðna til að sækja afla við upp­haf strand­veiðitíma­bils en til að mynda á Norður­landi eystra og Aust­ur­landi þar sem bát­um fækk­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: