Deilt um veiðigjöldin fram á kvöld

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mælir fyrir frumvarpi um breytingar á …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mælir fyrir frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi í gærdag, en 1. umræða stóð fram á kvöld. mbl.is/Eggert

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra mælti í gær fyr­ir frum­varpi sínu um hækk­un veiðigjalda í sjáv­ar­út­vegi. Hún bygg­ir á inn­leiðingu reikniaðferðar á verðmæti sjáv­ar­af­urða, sem lagt er til grund­vall­ar veiðigjöld­un­um, en talið er að með því tvö­fald­ist veiðigjaldið.

Með þess­ari aðferð seg­ir at­vinnu­vegaráðherra að kom­ast megi að raun­veru­legu verðmæti afl­ans, veiðigjöld­in því sann­gjarn­ari en fyrr og sú „leiðrétt­ing“ tíma­bær.

Stjórn­ar­liðar sögðu ým­ist að í frum­varp­inu fæl­ust sára­litl­ar breyt­ing­ar eða að með því yrði út­gerðarauðvald­inu skákað svo um munaði. Einn þeirra sagði koma til greina að beita sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki refsiaðgerðum ef þau gripu til hagræðing­ar vegna hækk­un­ar veiðigjalda.

Bergþór Ólason þing­flokks­formaður Miðflokks­ins var fyrst­ur stjórn­ar­and­stæðinga til andsvara. Hann gerði at­huga­semd­ir við orð ráðherra um að flest­ar at­huga­semd­ir í sam­ráðsgátt hefðu verið já­kvæðar, efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir hefðu þvert á móti verið gagn­rýn­ar. Hefði þó aðeins gef­ist vika til þess að skila at­huga­semd­um. Hann gagn­rýndi og felu­leik stjórn­ar­liða, sem vildu ekki kann­ast við að frum­varpið sner­ist um skatta­hækk­un.

Ingi­björg Isak­sen þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar tók í sama streng, gagn­rýndi nálg­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem hefði aug­ljós­lega áhrif á byggðir lands­ins, út­gerð og vinnslu.

Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar, sagði víg­lín­una skýra varðandi frum­varpið. And­stæðing­ar þess stýrðust af þröngri sér­hags­muna­gæslu en stuðnings­menn þess vildu tryggja al­manna­hags­muni með rétt­lætið að leiðarljósi.

Jens Garðar Helga­son vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins var at­kvæðamik­ill í umræðunni og kom iðulega upp til andsvara við stjórn­ar­liða. Hann sagði rík­is­stjórn­ina skorta alla framtíðar­sýn, eyða meiru en hún aflaði, en í stað þess að horfa til verðmæta­sköp­un­ar kysi hún skatta­hækk­an­ir. Það væri sorg­legt að það væri eina lausn­in sem stjórn­ar­flokk­arn­ir sæju.

Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son þingmaður Viðreisn­ar sagðist hafa vitn­eskju um að fólk væri hrætt við að tjá sig um veiðigjöld­in af ótta við út­gerðina og hót­an­ir henn­ar um að draga úr um­svif­um í at­vinnu­lífi.

Ey­dís Ásbjörns­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar gaf í máli sínu til kynna að út­gerðarfyr­ir­tæki yrðu beitt hörðu ef þau brygðust við hækk­un veiðigjalda svo sem með hagræðingu. Ráðherra hefði ýmis úrræði til að koma í veg fyr­ir lok­un land­vinnslu og út­flutn­ing afla, til dæm­is með „vinnslu­skyldu eða út­flutn­ings­álagi“.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks henti þetta á lofti og sagði merki­legt að nú þegar væru fram komn­ar hót­an­ir um geðþótta­ákv­arðanir fram­kvæmda­valds­ins ef sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki leyfðu sér að bregðast við breytt­um aðstæðum. Sem væri hálfu sér­kenni­legra í ljósi þess að staðhæft væri í frum­varp­inu að um­rædd­ar skatta­hækk­an­ir hefðu ná­kvæm­lega eng­ar af­leiðing­ar, sem hann sagði að hefði aldrei gerst áður í mann­kyns­sög­unni.

Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar sagði mik­il­vægt að samþykkja frum­varpið um hækk­un veiðigjalda, þannig yrði jafnað um auðvaldið og rétt­lætið fundið.

María Rut Krist­ins­dótt­ir þingmaður Viðreisn­ar sagði litl­ar breyt­ing­ar fel­ast í frum­varp­inu, þar væri í engu hróflað við fisk­veiðistjórn­ar­kerf­inu, aðeins hvernig gjald­stofn­inn væri reiknaður út, og af­leiðing­ar hverf­andi.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins sagði öf­ug­mæli að með frum­varp­inu væri leitað að rétt­læti og sátt. Það væri frá­leitt að tala um að tíu millj­arðar króna yrðu inn­heimt­ir af at­vinnu­grein sem að lang­mestu leyti væri úti á landi án þess að það hefði minnstu áhrif. Frum­varpið eitt væri þegar farið að hafa áhrif.

Jón Pét­ur Zimsen sagði at­vinnu­vegaráðherra hafa van­rækt sam­ráð við hagaðila. Hanna Katrín bar af sér sak­ir en Jón sagði ástæðulaust að draga orð sín til baka.

Þingum­ræða stóð enn þegar Morg­un­blaðið fór í prent­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: