Skildi eftir sig rúmlega fjóra milljarða

Fyrrverandi kærasta Payne er á meðal þeirra sem fara með …
Fyrrverandi kærasta Payne er á meðal þeirra sem fara með umsjón dánarbúsins. Tolga AKMEN / AFP

Breski tón­listamaður­inn Liam Payne skildi eft­ir sig eign­ir og fé að and­virði 24 millj­óna punda, eða því sem nem­ur rúm­lega 4,1 millj­arði ís­lenskra króna, þegar hann lést í októ­ber á síðasta ári. Söngv­ar­inn hafði ekki gert erfðaskrá.

BBC grein­ir frá. 

Payne lést í Arg­entínu þegar hann féll fram af svöl­um af þriðju hæð á hót­eli í borg­inni Bu­enos Aires. Hann var liðsmaður í hljóm­sveit­inni One Directi­on sem naut mik­illa vin­sælda. 

Venju­lega þegar ein­stak­ling­ur deyr án þess að hafa gert erfðaskrá erfa börn eign­ir viðkom­andi ef eng­inn maki eða sam­býl­ismaður er á lífi. Payne gift­ist aldrei en var í sam­bandi með Kate Cassi­dy þegar hann lést. Hann á son úr fyrra sam­bandi með söng­kon­unni Cheryl Twee­dy. Dreng­ur­inn heit­ir Bear og er níu ára. 

Twee­dy og lögmaður­inn Rich­ard Bray hafa verið út­nefnd sem um­sjón­ar­menn dán­ar­bús­ins. Þau fara með öll fjár­mál en hafa sem stend­ur tak­markað umboð og geta ekki út­hlutað þeim. 

mbl.is