„Þetta snýst um unga fólkið okkar“

Ingibjörg sagði að fyrir marga skjólstæðinga Janusar hafi úrræðið ekki …
Ingibjörg sagði að fyrir marga skjólstæðinga Janusar hafi úrræðið ekki bara verið valkostur, það hafi verið líflína. Ljósmynd/Colourbox

„Enn er tími til að sýna ábyrgð og ganga til liðs við málið því að þetta snýst ekki um mig og þetta snýst ekki um Jan­us end­ur­hæf­ingu, þetta snýst um unga fólkið okk­ar og hvort það eigi rétt á að fá þjón­ustu sem virk­ar eða ekki.“

Þetta sagði Ingi­björg Isak­sen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í ræðu sinni und­ir dag­skrárlið um störf þings­ins á Alþingi í dag.

Á morg­un mun Ingi­björg leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að tryggja áfram­hald­andi samþætta og ein­stak­lings­miðaða geðend­ur­hæf­ingu fyr­ir ung­menni með fjölþætt­an vanda.

Ekki flókið og ekki um­deilt

Ingi­björg sagði málið ekki flókið og ekki held­ur um­deilt. Hún sagði það stutt af fjöl­mörg­um fagaðilum og sam­tök­um en starf­semi Janus­ar end­ur­hæf­ing­ar, sem hafði í rúm 25 ár þjón­ustað ungt fólk með al­var­leg­an geðræn­an og fé­lags­leg­an vanda, var lögð niður ný­lega án þess að annað úrræði tæki við í staðinn.

„Það sem hef­ur virkað er nú lagt niður og eng­in sam­bæri­leg lausn er til­bú­in í staðinn,“ sagði Ingi­björg.

Bein­lín­is lífs­spurs­mál

„Við meg­um ekki gleyma því, virðulegi for­seti, að fyr­ir marga skjól­stæðinga Janus­ar hef­ur þetta úrræði ekki bara verið val­kost­ur, það hef­ur verið líflína. Þjón­ust­an hef­ur skipt sköp­um og fyr­ir marga því verið bein­lín­is lífs­spurs­mál,“ sagði Ingi­björg í ræðustól í dag.

Sagði hún til­lög­una fela í sér bráðabirgðasamn­ing, sam­ráð við fag­fólk og not­end­ur og vinnu að framtíðar­skipu­lagi. Hún muni skapa brú á milli þess sem hef­ur virkað og þess sem þurfi að byggja til framtíðar.

„Það verður því for­vitni­legt og sann­ar­lega póli­tískt áhuga­vert að sjá hve marg­ir stjórn­arþing­menn sýna í dag að þau orð sem skrifuð voru í stjórn­arsátt­mála séu ekki orðin tóm,“ sagði Ingi­björg.

mbl.is