„Lífið er ekki bara vinna“

Þórunn Ingólfsdóttir pakkar frosnum fiski á sínum síðasta starfsdegi.
Þórunn Ingólfsdóttir pakkar frosnum fiski á sínum síðasta starfsdegi. Ljósmynd/Samherji

Þór­unn Ing­ólfs­dótt­ir lét af störf­um í fisk­vinnslu­húsi ÚA eft­ir lang­an og far­sæl­an fer­il. Þór­unn seg­ist kveðja sátt en nú taki við nýr kafli í líf­inu. Til­kynnt var um starfs­lok Þór­unn­ar í færslu á vef Sam­herja.

Leið Þór­unn­ar lá úr Skorra­dal í Borg­ar­f­irði og norður í land 1974 þegar hún sótti um starf í súkkulaðiverk­smiðjunni Lindu á Ak­ur­eyri. Um ára­tug síðar varð hún fa­stráðin hjá K. Jóns­syni og hef­ur all­ar göt­ur sína starfað hjá ýms­um fyr­ir­tækj­um á Fiski­tang­an­um á Ak­ur­eyri. Til að mynda vann hún um tíma í rækju­verk­smiðjunni Strýtu og Útgerðarfé­lagi Ak­ur­eyr­inga en hún lýk­ur starfsæv­inni hjá Sam­herja, nú 71 árs göm­ul.

„Satt best að segja datt mér ekki í hug að Fiski­tang­inn á Ak­ur­eyri yrði minn starfs­vett­vang­ur svona lengi. Hérna hef­ur mér liðið vel, enda næg og stöðug vinna. Ég hef alla tíð unnið mikið og finnst yf­ir­leitt gam­an í vinn­unni, sér­stak­lega þegar upp koma tarn­ir. Slíkt var al­geng­ara á árum áður, núna get­ur fólk yf­ir­leitt gengið út frá stöðugum vinnu­tíma.“

Þórunn var kvödd með virktum á síðasta degi.
Þór­unn var kvödd með virkt­um á síðasta degi. Ljós­mynd/​Sam­herji

Þór­unn seg­ist hafa tekið þá ákvörðun um ára­mót­in að nú væri kom­inn tími til að láta af störf­um. Henni hafi þótt skyn­sam­legra að hætta með hækk­andi sól þegar vorið held­ur inn­reið sína en að bíða eft­ir haust­skamm­deg­inu.

„Lífið er ekki bara vinna, ég er orðin 71 árs og hepp­in að heils­an er góð. Ég er mikið fyr­ir hreyf­ingu og úti­vist og er með ýmis plön í koll­in­um, Aust­ur­ríki hef­ur til dæm­is alltaf heillað mig, enda stór­feng­legt að stunda fjall­göng­ur í Ölp­un­um í góðra vina hópi. Núna er þess­um kafla í lífi mínu sem sagt lokið og við tek­ur sá næsti. Ég kveð ÚA og Sam­herja sátt og held glöð út í lífið,“ seg­ir Þór­unn Ing­ólfs­dótt­ir.

mbl.is