Aflatölur fyrir áhrifum kerfisvillu

Villa hefur verið í kerfi Fiskistofu sem hefur haft áhrfi …
Villa hefur verið í kerfi Fiskistofu sem hefur haft áhrfi á aflatölur strandveiðibáta. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Þeir sem fylgst hafa með lönd­un­ar­töl­um strand­veiðibáta á gagn­asíðum Fiski­stofu hafa ef­laust klórað sér í hausn­um und­an­farið þar sem töl­urn­ar sem þar birt­ast virðast ekki stand­ast skoðun. Fiski­stofa upp­lýs­ir að villa hafi verið í kerf­um stofn­un­ar­inn­ar.

Er blaðamaður rýndi í töl­ur um alfa strand­veiðibáta í morg­un sást að stak­ur bát­ur hafði náð að landa heil­um 1.593 kíló­um um­fram heim­ilaðan heild­arafla. Vakti það at­hygli að slíkt væri mögu­legt þar sem flest­ir bát­ar hafa aðeins náð tveim­ur veiðidög­um í vik­unni sök­um veðurs.

Sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu hef­ur bát­ur­inn landað fjór­um sinn­um, tvisvar 5. maí og tvisvar 6. maí. Virðist sem um tví­taln­ingu að ræða en þrátt fyr­ir slíkt nem­ur tví­tal­inn um­framafli báts­ins 294 kíló­um en ekki 1.593 eins og skráð er.

Augljóst þykir að skráður umframafli er ekki í samræmi við …
Aug­ljóst þykir að skráður um­framafli er ekki í sam­ræmi við heild­ar­töl­una. Skjá­skot

Langt um­fram en samt ekki

Þá má sjá þrjá báta landa meira en tonni af þorski í róðri en eng­inn, eða mjög lít­ill, um­framafli skráður þrátt fyr­ir að há­marks­afli sé 650 þorskí­gildis­kíló í róðri.

Þorksí­gilidisstuðull­inn fyr­ir þorsk er 1 (einn) og er því ljóst að eitt­hvað bogið sé við að bát­ur geti skráð 1.360 kíló af þorski í stakri lönd­un og aðeins 60 séu skráð um­framafli.

Bátar eru skráðir með tvöfalt meiri afla í þorski en …
Bát­ar eru skráðir með tvö­falt meiri afla í þorski en leyfi­legt er en eng­an eða lít­inn um­framafla. Skjá­skot

Meðal heild­arafli strand­veiðibáta í róðri er skráð í kerfi Fiski­stofu 573 þorskí­gildi­kíló, en miðað við skráðan heild­arafla eft­ir teg­und­um og gild­andi þorskí­gild­isstuðlum er meðal heild­arafli strand­veiðibát­anna 679 þorskí­gildi í róðri. Enda hef­ur Fiski­stofa sjálf talið fram 16,6 tonn af um­framafla. Óvíst er þó hvort það sé rétt talið.

Leitað var skýr­inga Fiski­stofu á þess­um aug­ljósu göll­um. „Það er villa í kerf­un­um sem verið er að lag­færa, von­andi tekst það fljót­lega,“ seg­ir í svari stofn­un­ar­inn­ar.

mbl.is