Álag á kerfi vegna gagnamagns

Vesen var á skráðum aflatölum strandveiðibáta á gagnasíðum Fiskistofu.
Vesen var á skráðum aflatölum strandveiðibáta á gagnasíðum Fiskistofu. mbl.is/Þorgeir

Aukn­ing gagna­magns á gagn­asíðum Fiski­stofu urðu til þess að kerfið sem sinn­ir fram­setn­ingu gagn­anna átti erfitt með að vinna úr þeim og hef­ur átt það til að frjó­sa. Fiski­stofa upp­lýs­ir að búið sé að gera viðeig­andi lag­fær­ing­ar til þess að bregðast við þessu.

Greint var frá því fyrr í dag að kerfis­villa leiddi til þess að afla­töl­ur strand­veiðibáta á gagn­asíðum stofn­un­ar­inn­ar væru bjagaðar.

„Fiski­stofa hef­ur ein­sett sér að birta gögn á raun­tíma og birta eins ná­kvæm gögn og hægt er. Gagn­asíðan er með lif­andi gögn, stund­um eru skrán­ing­ar rang­ar og birt­ast þá á síðunni vegna þessa og leiðrétt­ast einnig þegar skrán­ing­ar eru leiðarétt­ar.  Þegar upp koma vill­ur höf­um ekki haft þann hátt­inn á að taka síðuna niður held­ur ein­setj­um við okk­ur að laga vill­una eins fljótt og kost­ur er,“ út­skýr­ir Fiski­stofa.

Þá vek­ur stofn­un­in sér­stak­lega at­hygli á því að gögn­in séu bir upp­lýs­inga­skyni en „eru ekki grund­völl­ur fyr­ir ákvörðunum stofn­un­ar­inn­ar.“

mbl.is