Bók mánaðarins: Kúbudeilan 1962

John F. Kennedy forseti og varnarmálaráðherra hans, Robert McNamara í …
John F. Kennedy forseti og varnarmálaráðherra hans, Robert McNamara í Hvíta húsinu meðan á Kúbudeilunni stóð. Ljósmynd/Cecil Stoughton. White House Photographs. John F. Kennedy Presidential Library and Museum, Boston.

Bók mánaðar­ins í Bóka­klúbbi Spurs­mála er Kúbu­deil­an 1962 eft­ir Max Hastings. Hún kom fyrst út árið 2022 og í ís­lenskri þýðingu Magnús­ar Þórs Haf­steins­son­ar ári síðar. En hvaða er­indi eiga sex­tíu ára at­b­urðir við okk­ur í dag?

Kápan af íslensku þýðingunni.
Káp­an af ís­lensku þýðing­unni. Ljós­mynd/​Ugla

Því svar­ar bók­in í raun sjálf og höf­und­ur­inn einnig í for­mála að verk­inu. Max Hastings er einn mik­il­virk­asti rit­höf­und­ur og sagna­rit­ari síðari tíma hernaðar­sögu. Út hafa komið bæk­ur eft­ir hann sem njóta mik­illa vin­sælda um fyrri og síðari heims­styrj­öld­ina, Kór­eu­stríðið 1950-1953, um Víet­nam­stríðið 1955-1975, og Falk­lands­eyja­stríðið 1982.

Kall­ast á við at­b­urði í sam­tím­an­um

Það er margt í at­b­urðunum haustið 1962 sem kall­ast á við það sem er að ger­ast í alþjóðamál­um í dag. Þjóðarleiðtog­ar taka af­drifa­rík­ar ákv­arðanir og byggja þær gjarn­an á ófull­nægj­andi upp­lýs­ing­um, jafn­vel ætluðum fyr­ir­ætl­un­um annarra leiðtoga.

Bók­in er á til­boðsverði í Penn­an­um þenn­an mánuðinn á aðeins 2.999 kr.

Max Hastings, mikilvirkur rithöfundur, blaðamaður og ritstjóri.
Max Hastings, mik­il­virk­ur rit­höf­und­ur, blaðamaður og rit­stjóri. Ljós­mynd/​htt­ps://​www.flickr.com/​photos/​fin­ancialti­mes/​9097787749/

Klúbbmeðlim­ir munu eiga þess kost að sækja spenn­andi viðburð á Vinnu­stofu Kjar­vals miðviku­dags­kvöldið 4. júní næst­kom­andi þar sem rætt verður um Kúbu­deil­una og hún sett í sam­hengi við at­b­urði í Úkraínu og víðar um heim í dag.

Þeir sem vilja fylgj­ast með þess­um viðburði og því sem um er að vera í Bóka­klúbbi Spurs­mála geta skráð sig hér:

Skrán­ing í Bóka­klúbb Spurs­mála

Þátt­taka í Bóka­klúbbi Spurs­mála er fólki að kostnaðarlausu. Það er mögu­legt vegna öfl­ugs sam­starfs um starf­semi hans. Þar koma að sam­starfs­fyr­ir­tæk­in Brim, Sam­sung, Penn­inn og Kerec­is.

Önnur bók­in sem tek­in er fyr­ir

Í síðasta mánuði var tek­in fyr­ir bók­in Geir H. Haar­de - Ævi­saga. Lauk um­fjöll­un um hana með viðburði á Vinnu­stofu Kjar­vals þar sem rætt var við Geir um bók­ina og ein­staka kafla henn­ar.

Var fund­ur­inn afar vel sótt­ur og gaf fyr­ir­heit um að starf Bóka­klúbbs­ins sé vel þakkað af þeim sem vilja kynna sér sögu og sam­fé­lags­mál­efni með lestri vandaðra bóka.

mbl.is