Bók mánaðarins í Bókaklúbbi Spursmála er Kúbudeilan 1962 eftir Max Hastings. Hún kom fyrst út árið 2022 og í íslenskri þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar ári síðar. En hvaða erindi eiga sextíu ára atburðir við okkur í dag?
Því svarar bókin í raun sjálf og höfundurinn einnig í formála að verkinu. Max Hastings er einn mikilvirkasti rithöfundur og sagnaritari síðari tíma hernaðarsögu. Út hafa komið bækur eftir hann sem njóta mikilla vinsælda um fyrri og síðari heimsstyrjöldina, Kóreustríðið 1950-1953, um Víetnamstríðið 1955-1975, og Falklandseyjastríðið 1982.
Það er margt í atburðunum haustið 1962 sem kallast á við það sem er að gerast í alþjóðamálum í dag. Þjóðarleiðtogar taka afdrifaríkar ákvarðanir og byggja þær gjarnan á ófullnægjandi upplýsingum, jafnvel ætluðum fyrirætlunum annarra leiðtoga.
Bókin er á tilboðsverði í Pennanum þennan mánuðinn á aðeins 2.999 kr.
Klúbbmeðlimir munu eiga þess kost að sækja spennandi viðburð á Vinnustofu Kjarvals miðvikudagskvöldið 4. júní næstkomandi þar sem rætt verður um Kúbudeiluna og hún sett í samhengi við atburði í Úkraínu og víðar um heim í dag.
Þeir sem vilja fylgjast með þessum viðburði og því sem um er að vera í Bókaklúbbi Spursmála geta skráð sig hér:
Skráning í Bókaklúbb Spursmála
Þátttaka í Bókaklúbbi Spursmála er fólki að kostnaðarlausu. Það er mögulegt vegna öflugs samstarfs um starfsemi hans. Þar koma að samstarfsfyrirtækin Brim, Samsung, Penninn og Kerecis.
Í síðasta mánuði var tekin fyrir bókin Geir H. Haarde - Ævisaga. Lauk umfjöllun um hana með viðburði á Vinnustofu Kjarvals þar sem rætt var við Geir um bókina og einstaka kafla hennar.
Var fundurinn afar vel sóttur og gaf fyrirheit um að starf Bókaklúbbsins sé vel þakkað af þeim sem vilja kynna sér sögu og samfélagsmálefni með lestri vandaðra bóka.