Myndi aldrei hafa minnihlutann að fífli

Daði Már Kristófersson, efnahags- og fjármálaráðherra.
Daði Már Kristófersson, efnahags- og fjármálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra kveðst ögn ósátt­ur við gagn­rýni stjórn­ar­and­stöðunn­ar fyr­ir að gegna ekki boði for­seta Alþing­is um að koma til aukaþing­fund­ar á laug­ar­dag.

Hann tel­ur að fáir ráðherr­ar séu dug­legri að sækja fundi þings­ins og taka þátt í umræðum. Það hafi staðið til á laug­ar­dag.

„Umræðan stytt­ist skyndi­lega og ég náði því ekki á fund­inn áður en hon­um lauk. Ég hafði öðrum hnöpp­um að hneppa,“ seg­ir ráðherra.

Óvissa um ferðir ráðherra

Þing­fund­ur hófst kl. 10 á laug­ar­dags­morg­un og óskaði stjórn­ar­andstaðan skjót­lega eft­ir að ráðherra yrði viðstadd­ur umræðuna.

Klukk­an 10.13 sagði Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir þing­for­seti að boð hefðu verið send ráðherr­an­um, en kl. 11.08 til­kynnti hún að ráðherra væri „vænt­an­leg­ur í hús“, hann hefði verið að sinna „skyldu­störf­um“.

Aldrei kom Daði þó á þing­fund­inn, en hátt í þrjár klukku­stund­ir liðu frá því að þing­for­seti sagði ráðherr­ann á leiðinni þangað til fundi var loks slitið kl. 13.46.

En hvað hafði for­seti fyr­ir sér?

„Ég geri ráð fyr­ir því að þing­for­seti, ver­andi ákaf­lega heiðvirð kona, hafi sagt það sem hún best vissi. Hvaðan hún fékk þær upp­lýs­ing­ar veit ég ekki, for­seti talaði aldrei við mig,“ seg­ir Daði. Hann seg­ir að Sig­mar Guðmunds­son þing­flokks­formaður Viðreisn­ar hafi komið skila­boðum for­seta til sín, en vill ekk­ert full­yrða um hver hafi svarað for­seta því að ráðherra væri á leiðinni.

Meðan á öllu þessu stóð var fjár­málaráðherra á vinnufundi á veg­um Viðreisn­ar „Við erum í rík­is­stjórn – hvað nú?“, sem var hald­inn í þing­hús­inu.

Eng­in til­ætluð óvirðing

Daði svar­ar því ekki hvort vinnu­stof­an telj­ist til skyldu­starfa ráðherra, en seg­ir hana mik­il­væg­an fund. Spurður hvort hann telji ein­hverja skyldu æðri en að svara þingi seg­ist ráðherra hafa ætlað sér að sinna þeirri skyldu, eins og jafn­an.

Marg­ir stjórn­ar­and­stöðuþing­menn virt­ust upp­lifa fjar­veru þína sem van­v­irðingu við þingið.

„Ég get ekki stjórnað sál­ar­lífi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, þrátt fyr­ir að ég vildi að það væri mér mögu­legt,“ svar­ar ráðherra.

Voruð þið ekki að hafa stjórn­ar­and­stöðuna, sem beið klukku­stund­um sam­an, að fífli?

„Nei, það myndi ég aldrei gera. Ég vona að þið getið tekið und­ir að fram­koma mín í þing­inu gagn­vart stjórn­ar­and­stöðunni ein­kenn­ist af virðingu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: