Vill nefnd til að fjalla um sérstakan saksóknara

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hyggst leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um rann­sókn á störf­um rétt­ar­vörslu- og eft­ir­lits­stofn­ana í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins. Frá þessu greindi hún í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi í dag.

Í til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um kem­ur fram að í til­lög­unni verður lagt til að skipa þriggja manna rann­sókn­ar­nefnd sem skuli rann­saka starf­semi þeirra rétt­ar­vörslu- og eft­ir­lits­stofn­ana sem komu að rann­sókn og málsmeðferð saka­mála í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins árið 2008.

Nefnd­in mun taka til um­fjöll­un­ar ákv­arðanir embætt­is sér­staks sak­sókn­ara varðandi rann­sókn­ir mála, m.a. um þving­un­ar­ráðstaf­an­ir, ákær­ur og niður­fell­ingu mála.

Má ekki treysta á að kerfið rann­saki sig sjálft

„Þá mun rann­sókn­ar­nefnd­in einnig fjalla um hvort starf­semi embætt­is­ins hafi verið í sam­ræmi við lög og regl­ur og mun taka til at­hug­un­ar störf annarra stofn­anna og emb­ætt­is­manna, svo sem lög­regl­unn­ar, embætt­is rík­is­sak­sókn­ara, Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins og annarra rétt­ar­vörslu- og eft­ir­lits­stofn­anna.

Nefnd­inni verði heim­ilt, að því marki sem nauðsyn­legt þykir, að láta rann­sókn taka til at­b­urða eft­ir að embætti sér­staks sak­sókn­ara var lagt niður eða gera til­lögu um frek­ari rann­sókn á slík­um at­b­urðum. Hún mun skila Alþingi niður­stöðum og til­lög­um að úr­bót­um eigi síðar en ári frá skip­un henn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá er haft eft­ir Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur: „Ef rétt­ar­kerfið á að njóta trausts þarf það að vera und­ir eft­ir­liti – og þegar efa­semd­ir vakna um lög­mæti beit­ing­ar valds­ins, má hvorki stinga þeim und­ir teppið né treysta því að kerfið rann­saki sjálft sig.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina