Birgitta syngur nýjasta sigurlag Eurovision og slær í gegn

Birgitta Ólafsdóttir var ein af keppendum Söngvakeppninnar í ár sem …
Birgitta Ólafsdóttir var ein af keppendum Söngvakeppninnar í ár sem komst ekki áfram.

Tón­list­ar­kon­an Birgitta Ólafs­dótt­ir, einnig þekkt und­ir lista­manns­nafn­inu BIRGO, hef­ur vakið at­hygli á TikT­ok und­an­farið eft­ir að hún tók nýj­asta sig­ur­lag Eurovisi­on, Wasted Love eft­ir aust­ur­ríska söngv­ar­ann Johann­es Pietsch, sem þekk­ist bet­ur und­ir lista­manns­nafn­inu JJ. Wasted Love tryggði Aust­ur­ríki sig­ur í Basel eft­ir að hafa fengið 357 stig en það mark­ar þar með þriðja sig­ur lands­ins í sögu keppn­inn­ar. 

„Þú syng­ur þetta bet­ur en JJ!“

Birgitta, sem vakti mikla at­hygli í söngv­akeppn­inni núna í janú­ar, flyt­ur lagið af krafti og fer upp á allra hæstu nót­urn­ar. Net­verj­ar kepp­ast við að lofa Birgittu í at­huga­semd­um:

„Þú syng­ur þetta bet­ur en JJ!“

„Birgitta á stóra sviðið í Vín 2026!“ 

Hér fyr­ir neðan má horfa á TikT­ok-mynd­bandið sem um ræðir.

mbl.is