Mun ríkisstjórnin spilla fyrir kosningunum?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:29
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:29
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Staðan í lands­mál­un­um get­ur haft áhrif á sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar sem fram fara að ári? En hvaða mál eru það sem þar munu ráða för? Um það eru Andrés Magnús­son og Her­mann N. Gunn­ars­son ekki sam­mála.

Kosið í 62 sveit­ar­fé­lög­um

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í ít­ar­legri umræðu á vett­vangi Spurs­mála þar sem kosn­inga­bar­átt­unni er í raun þjófst­artað. Föstu­dag­inn síðasta var slétt ár í að lands­menn gangi til kosn­inga í 62 sveit­ar­fé­lagi um landið þvert og endi­langt.

Orðaskipt­in um þetta, meðal ann­ars hvort veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar muni hafa áhrif í kosn­ing­un­um að ári, má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að ofan.

Í viðtal­inu er einnig rætt um stöðuna í stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins og hvar lík­ur eru tald­ar á því að hart verði tek­ist á. Ber þar sveit­ar­fé­lög á borð við Reykja­nes­bæ, Vest­manna­eyja­bæ og Árborg á góma.

Viðtalið við koll­eg­ana Andrés Magnús­son og Her­mann Nökkva Gunn­ars­son má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is