„Það þarf að gefa kvótasetningunni séns“

Guðmundur sést hér við löndun á grásleppu í byrjun vertíðar.
Guðmundur sést hér við löndun á grásleppu í byrjun vertíðar. Ljósmynd/Fjóla K. Guðmundsdóttir

„Það þarf bara að sníða aðeins van­kant­ana af þessu, gefa kvót­ann út fyrr og svona. Þetta tek­ur nokk­ur ár að slíp­ast til.“ Þetta seg­ir Guðmund­ur Hauk­ur Þor­leifs­son, grá­sleppu­sjó­maður á Sauðár­króki. Þar tek­ur hann und­ir með Stefáni Guðmunds­syni, grá­sleppu­sjó­manni á Húsa­vík, sem ræddi við Morg­un­blaðið í gær. Stefán var ekk­ert að skafa af því þegar leitað var álits hans á frum­varpi meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar um breyt­ing­ar á á lög­um um stjórn fisk­veiða. Með breyt­ing­un­um yrði afla­marks­kerfi fyr­ir grá­sleppu­veiðar sem tekið var upp á síðasta ári af­numið. Hann kall­ar frum­varpið „há­mark vit­leys­unn­ar“ og bend­ir á að meiri­hluti grá­sleppu­sjó­manna sé fylgj­andi því að grá­sleppu­veiðar fari inn í afla­marks­stjórn­un.

Guðmund­ur er einn þeirra sjó­manna sem líta nýtt fyr­ir­komu­lag já­kvæðum aug­um, en hann tel­ur að það leiði af sér fyr­ir­sjá­an­leika sem daga­kerfið bjóði ekki upp á. Afla­marks­kerfið muni með tíð og tíma bæta þá stöðu til muna. „Mér fannst mjög gott að ráða al­veg mín­um hraða á veiðunum. Geta dregið upp þegar spáði illa og svona. Ég var með færri net í sjó því ég vissi al­veg upp á hár hvað ég mátti veiða,“ seg­ir Guðmund­ur. Þá bend­ir hann á að fyr­ir­komu­lagið hafi komið sér vel á nýliðinni vertíð þegar skall á með norðan­brælu sem varði í tíu daga. Grá­sleppu­sjó­menn höfðu þá þann mögu­leika að draga net sín í land en með fyrra fyr­ir­komu­lagi hefði það kostað þá verðmæta daga úr daga­kerf­inu.

Guðmund­ur seg­ir að það hafi vissu­lega komið illa við flesta grá­sleppu­sjó­menn að fá minna út­hlutað en þeir bjugg­ust við. Þá var ekki búið að gefa út heild­arkvóta þegar vertíðin fór af stað. Aðeins var gef­inn út byrj­un­ar­kvóti og leið all­nokk­ur tími þar til Haf­rann­sókna­stofn­un gaf út lok­aniður­stöður sín­ar um há­marks­afla, svo að marg­ur sjó­maður­inn hímdi heima á meðan. Þegar upp var staðið nam heild­arafl­inn aðeins 2.760 tonn­um, sem er 32% minni afli en á síðasta fisk­veiðiári.

„Þeir munu ákveða sig sem ætla að hætta eða halda áfram,“ seg­ir Guðmund­ur. „Þá sér maður bet­ur hvernig þessu reiðir af. Auðvitað lag­ar kvót­inn ekki allt en þeir sem verða eft­ir munu hafa meiri vinnu. Það þarf að gefa þess­ari kvóta­setn­ingu séns.“

mbl.is