Heimurinn var á barmi hengiflugs

Háspenna Fulltrúar Bandaríkjastjórnar kynna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna loftmyndir frá …
Háspenna Fulltrúar Bandaríkjastjórnar kynna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna loftmyndir frá Kúbu. AFP

Þegar í ljós kom að Sov­ét­menn voru að stafla upp kjarna­vopn­um á Kúbu, í tæp­lega 700 kíló­metra fjar­lægð frá Flórída­skag­an­um, fór allt á ann­an end­ann í stjórn­kerfi Banda­ríkj­anna. Eng­in upp­skrift var til að því hvernig bregðast skyldi við og áhrifa­menn inn­an Banda­ríkja­hers lögðu til að ráðist yrði til at­lögu við eyj­una í suðri með það að mark­miði að gjör­eyða vopna­búri og hernaðarmætti sem þar hafði verið komið upp.

Hér má skrá sig í Bóka­klúbb Spurs­mála.

Síðari tíma frá­sagn­ir staðfesta að lyk­il­menn í rík­is­stjórn Kenn­e­dys for­seta kvöddu fjöl­skyld­ur sín­ar að morgni þessa dags í októ­ber 1962, í full­kom­inni óvissu um hvort þeir myndu líta aðra sól­ar­upp­rás. Þeir vissu sem var að heim­ur­inn rambaði á barmi kjarn­orku­styrj­ald­ar sem bundið gæti enda á það sam­fé­lag sem þeir þekktu þá.

Leiðtogar Khrústsjov og Kennedy hittust árið 1961. Þeir áttu eftir …
Leiðtog­ar Khrúst­sjov og Kenn­e­dy hitt­ust árið 1961. Þeir áttu eft­ir að elda grárra silf­ur en flest­ir leiðtog­ar í síðari tíma sögu hafa gert. AFP

Enn í margra minni

Nú eru liðin ríf­lega 60 ár frá þess­um há­drama­tísku at­b­urðum og aðalleik­ar­arn­ir horfn­ir fyr­ir löngu af sviðinu. Kenn­e­dy raun­ar aðeins ári síðar þegar hann var myrt­ur í Dallas í nóv­em­ber 1963. Nikita Ser­gej­evit­sj Khrúst­sjov var svipt­ur völd­um í Sov­ét­ríkj­un­um tveim­ur árum eft­ir Kúbu­deil­una en hann lifði þó sjö ár eft­ir það.

En þess­ir at­b­urðir eru enn í minni margra sem nú lifa. Aðrir geta fræðst um þessa heims­sögu­legu at­b­urði og þar þjón­ar bet­ur en flest­ar aðrar bók breska sagn­fræðings­ins Max Hastings, sem kom út í árs­lok 2022 og í ís­lenskri þýðingu Magnús­ar Þórs Haf­steins­son­ar ári síðar. Bók­in nefn­ist ein­fald­lega Kúbu­deil­an 1962 og á tæp­lega 550 síðum rek­ur hann at­b­urðina og set­ur í sam­hengi sem þjón­ar okk­ar sam­tíma.

Þessi bók er viðfangs­efni Bóka­klúbbs Spurs­mála nú í maí­mánuði en klúbbur­inn hóf göngu sína í apríl og hafa viðtök­ur verið fram­ar von­um.

Af hverju Kúbu­deil­an?

Ein­hverj­ir kunna að spyrja af hverju þessi bók verður fyr­ir val­inu á vett­vangi þar sem ætl­un­in er að fræðast um stjórn­mál og sam­fé­lag dags­ins í dag. Svarið er í raun of­ur­ein­falt. At­b­urðirn­ir í októ­ber 1962 segja sögu sem læra má af. Og það sem meira er: margt af því sem við sjá­um ger­ast fyr­ir fram­an nefið á okk­ur þessa dag­ana ber óþægi­leg lík­indi við það sem heims­byggðin horfði upp á þessa daga á fyrri hluta sjö­unda ára­tug­ar­ins.

Það bend­ir Hastings sjálf­ur á í inn­gangi að bók­inni. Í lok hans seg­ir höf­und­ur: „Í dag, í kjöl­far óhugn­an­legra nýrra árása og yf­ir­gangs Rúss­lands, hef­ur þessi saga átak­an­lega skír­skot­un. Hún sýn­ir hætt­urn­ar sem stafa af stór­veld­um sem voga sér á ystu nöf hyl­dýp­is sem þeim tókst árið 1962 til allr­ar ham­ingju að forða sér frá.“

Hér er hægt að tryggja sér ein­tak af bók­inni á sér­stök­um af­slátt­ar­kjör­um.

En hann bæt­ir við: „Heim­ur­inn get­ur ekki treyst því að við verðum ávallt svo gæfu­söm að eiga þjóðarleiðtoga sem sýna sam­bæri­lega visku.“

Marg­ir leiðtog­ar á sviðinu nú

Þá visku er aug­ljós­lega ekki að finna í Pútín Rúss­lands, rétt eins og Hastings bend­ir á. En það eru fleiri stór­ir leik­end­ur á sviðinu. Don­ald Trump í Hvíta hús­inu sem kall­ar eft­ir friði en virðist einnig til­bú­inn að hnykla vöðvana og hef­ur raun­ar gert það gagn­vart sam­herj­um sín­um í NATO vítt og breitt, Xi Jin­ping sem tal­ar mjúk­máll en stefn­ir á inn­rás í Taív­an, brjálæðing­ur­inn í Pyongyang sem sent hef­ur á ann­an tug þúsunda ungra samlanda sinna til slát­ur­húss­ins í aust­ur­hluta Úkraínu og held­ur uppi stöðugum hót­un­um í garð Suður-Kór­eu, Jap­ans og annarra lýðræðisþjóða í Aust­ur­lönd­um fjær. Þá eru ótald­ir aðrir boðber­ar of­beld­is og yf­ir­gangs, menn á borð við æðsta klerk­inn í Íran, ný hryðju­verka­stjórn­völd í Sýr­landi og þannig mætti áfram telja.

Því miður verður í því sam­bandi ekki kom­ist hjá því að nefna leiðtoga Ind­lands og Pak­ist­ans. Snerr­ur þeirra í mill­um í Kasmír­héraði gætu hleypt af stað at­b­urðarás sem leiddi til stórat­b­urðar. Bæði rík­in búa yfir kjarn­orku­vopn­um.

Hver er lær­dóm­ur­inn?

Og það er kannski stóri lær­dóm­ur­inn af Kúbu­deil­unni. Leiðtog­ar vega og meta stöðu mála og taka jafn­vel af­drifa­rík­ar ákv­arðanir án þess að hafa full­komna yf­ir­sýn. Sov­ét­menn vissu til dæm­is að tækni­leg­ir ann­mark­ar á kjarn­orku­vopna­búri þeirra voru slík­ir að ef þeir ætluðu sér að hafa yf­ir­hönd­ina í styrj­öld sem byggðist á slík­um vopn­um yrðu þeir að vera fyrri til. Ef flaug­ar Banda­ríkja­manna yrðu send­ar af stað væri of seint í rass­inn gripið að bregðast við. Hvers kon­ar ákv­arðanir og mat kall­ar slík staða á? Að minnsta kosti er ljóst að það að reikna skakkt get­ur haft geig­væn­leg­ar af­leiðing­ar.

Mikl­ar per­són­ur

Eitt af því sem ger­ir Kúbu­deil­una sér­lega áhuga­verða er sú staðreynd að þar tók­ust á stór­ir karakt­er­ar. John F. Kenn­e­dy er öll­um kunn­ur, sú mynd sem Hastings dreg­ur upp af Khrúst­sjov er í meira lagi áhuga­verð. Fidel Castro heillaði alla heims­byggðina, meira að segja and­stæðinga sína, upp úr skón­um og allt í kring eru fleiri áhuga­verðir menn. Bobby, bróðir for­set­ans, er einn þeirra en einnig menn á borð við Georgy Bols­hakov, njósn­ar­ann al­ræmda, og sendi­herr­ann Al­eks­andr Al­ek­seev.

Öflug­ir sam­starfsaðilar

Bóka­klúbb­ur Spurs­mála hóf göngu sína í apríl síðastliðnum. Þar eru tekn­ar fyr­ir bæk­ur sem efla skiln­ing okk­ar á stjórn­mál­um og sam­fé­lagi í víðum skiln­ingi.

Aðild að klúbbn­um er fé­lög­um að kostnaðarlausu. Það er vegna öfl­ugra bak­hjarla sem það er unnt.

Fyr­ir­tæk­in Brim, Kerec­is, Penn­inn og Sam­sung leggja klúbbn­um lið og stuðla með því að aukn­um bók­lestri og fræðslu sem mun­ar um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: