Ráðuneytisstjórinn víki sökum þjóðaröryggis

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:53
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:53
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Úlfar Lúðvíks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri, seg­ir að Hauk­ur Guðmunds­son, ráðuneyt­is­stjóri eigi að víkja úr embætti. Hann hafi van­rækt skyld­ur sín­ar gagn­vart ör­yggi þjóðar­inn­ar. Það hafi hann bæði gert sem æðsti emb­ætt­ismaður í ráðuneyti sem fer með vörslu landa­mæra Íslands en einnig sem full­trúi sem sæti á í þjóðarör­ygg­is­ráði.

Haukur Guðmundsson var fyrst skipaður ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu í maí …
Hauk­ur Guðmunds­son var fyrst skipaður ráðuneyt­is­stjóri í dóms­málaráðuneyt­inu í maí 2017. Ljós­mynd/​Dóms­málaráðuneytið

Óvenju ber­sög­ull

Úlfar var gest­ur Spurs­mála í dag og hef­ur viðtalið vakið mikla at­hygli. Afar óvenju­legt er að fyrr­um emb­ætt­is­menn tjái sig með jafn op­in­ská­um hætti og hann ger­ir.

Al­menn­ing­ur á heimt­ingu

Seg­ir Úlfar að al­menn­ing­ur á Íslandi eigi ein­fald­lega heimt­ingu á að vita hver raun­veru­leg staða á landa­mær­um Íslands sé. Æðstu stjórn­end­ur rík­is­ins hafi látið und­ir höfuð leggj­ast að taka á bráðavanda sem fel­ist í því að innri landa­mæri Schengen-svæðis­ins séu gal­op­in.

Kall­ar Úlfar raun­ar eft­ir því að Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, rík­is­lög­reglu­stjóri, taki einnig pok­ann sinn. Hún var um nokk­urra ára skeið lög­reglu­stjóri á Kefla­vík­ur­flug­velli og seg­ir Úlfar að hún hafi ekki sinnt skyld­um sem á henni hvíldu í því skyni að koma skikki á landa­mær­in. Þá séu lög­reglu­mál í land­inu ekki á góðum stað.

Viðtalið við Úlfar má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina