Segir böðul ganga lausan í Grundarfirði

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Úlfar Lúðvíks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri, seg­ir rétt­ar­vörslu­kerfið ekki standa und­ir nafni og að yf­ir­völd hafi sýnt getu­leysi í þeim efn­um, rétt eins og við vernd landa­mær­anna.

    Þetta kem­ur fram í nýju viðtali við Úlfar á vett­vangi Spurs­mála. Þar held­ur hann uppi harðri gagn­rýni á Hauk Guðmunds­son, ráðuneyt­is­stjóra dóms­málaráðuneyt­is­ins og Sig­ríði Björk Guðjóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra.

    Fær­ir hann meðal ann­ars talið að fang­els­is­mál­um lands­ins og tek­ur ný­legt dæmi sem hann seg­ir sanna að illa hafi verið haldið á mál­um.

    Spók­ar sig um í Grund­ar­fjarðar­kirkju

    „Maður kík­ir á sam­fé­lags­miðlana […] þá sér maður að þar birt­ist mynd af dæmd­um morðingja sem tók ann­an mann af lífi, það var bara af­taka með mjög sér­stök­um hætti, þar sem hann er að spóka sig um í Grund­ar­fjarðar­kirkju og svo á stíg við Kvía­bryggju,“ út­skýr­ir Úlfar.

    Er Úlfar þar að vísa í hið svo­kallaða Rauðagerðismál þar sem Arm­ando Beqirai var tek­inn af lífi fyr­ir utan heim­ili sitt í fe­brú­ar 2021.

    Og hann bæt­ir við: „Það er auðvitað opið fang­elsi þar sem menn eru bara læst­ir yfir blá­nótt­ina. Maður­inn var dæmd­ur í 16 ára fang­elsi. Hann er bú­inn að afplána ein­hver fjög­ur ár en hann er þarna. Þetta gef­ur ekki góða mynd af stöðu mála hjá okk­ur Íslend­ing­um. Því miður.“

    Viðtalið við Úlfar má sjá og heyra í heild sinni hér en það hefst á mín­útu 37:19.

    mbl.is