Dómsmálaráðherra ekki enn látið sjá sig

Úlfar Lúðvíksson er allt annað en sáttur við dómsmálaráðherra og …
Úlfar Lúðvíksson er allt annað en sáttur við dómsmálaráðherra og segir ráðherra hafa sýnt hinu stóra embætti á Reykjanesi tómlæti. mbl.is/samsett mynd

Þótt Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir hafi nú gegnt embætti dóms­málaráðherra í tæpt hálft ár hef­ur hún ekki enn séð ástæðu til að sækja embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um heim. Það er eins­dæmi.

Þetta full­yrðir Úlfar Lúðvíks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri. Hann er gest­ur í nýj­asta þætti Spurs­mála en viðtalið hef­ur vakið gríðarlegt um­tal.

Boðar stór­felld­ar breyt­ing­ar á embætt­inu

Þar furðar Úlfar sig á því að ráðherr­ann hafi ekki séð ástæðu til þess að kynna sér starf­semi embætt­is­ins með eig­in aug­um. En þrátt fyr­ir það hef­ur hún boðað stór­felld­ar breyt­ing­ar á starf­semi þess. Raun­ar svo mikl­ar að hún taldi ástæðu til þess að víkja Úlfari frá störf­um. Hef­ur hún sjálf talað um breytta „landa­mærapóli­tík.“

Var það gert á fundi í dóms­málaráðuneyt­inu þann 12. maí síðastliðinn þar sem Úlfari var til­kynnt að staða hans yrði aug­lýst og hon­um var um leið boðið að færa sig án aug­lýs­ing­ar í embætti lög­reglu­stjór­ans á Aust­ur­landi.

Seg­ir Úlfar að fyrri dóms­málaráðherr­ar, sem hann hef­ur starfað fyr­ir, hafi all­ir séð ástæðu til þess að sækja embættið heim, skömmu eft­ir að þeir tóku við.

Sí­fellt fleiri brott­vís­an­ir

Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um fer með lög­gæslu á Kefla­vík­ur­flug­velli sem er lang­stærsta landa­mæra stöð lands­ins. Þar var ríf­lega 700 manns brott­vísað á síðasta ári.

Þá hef­ur mikið mætt á embætt­inu síðustu miss­eri vegna hinna gríðarlegu jarðhrær­inga sem orðið hafa nærri Grinda­vík og í bæn­um sjálf­um.

Viðtalið við Úlfar má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan. Það hefst á mín­útu 37:19.

 

mbl.is