„Meiri ró yfir sókninni hjá mönnum“

Tæp 3200 tonn hafa verið veidd eftir tólf daga á …
Tæp 3200 tonn hafa verið veidd eftir tólf daga á strandveiðum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Tæp 3200 tonn hafa verið veidd eft­ir tólf daga á strand­veiðum. Það er um fimmtán pró­sent minna en eft­ir tólf daga á síðasta ári. Þetta seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. „Að það sé tryggt að það fá­ist 48 dag­ar, það hef­ur aðeins breytt sókn­ar­mynstr­inu,“ seg­ir Örn. „Það er svona aðeins meiri ró yfir sókn­inni hjá mönn­um. Nú eru um 719 bát­ar sem eru byrjaðir á veiðum. Á sama tíma í fyrra voru þeir 695. En lægra hlut­fall þeirra sem eru bún­ir að sækja um hafa farið af stað en í fyrra.“ Flest­ir bát­arn­ir eru á svæði A en þar eru þó sex pró­sent­um færri farn­ir af stað en á síðasta ári. Afl­inn í hverri lönd­un hef­ur dreg­ist sam­an og er um átta pró­sent­um minni í ár en á sama tíma í fyrra.

Örn seg­ir að það sé gott hljóð í strand­veiðimönn­um. „Maður er ánægður með það hversu vel hef­ur tek­ist til við að tryggja þessa fjöru­tíu og átta daga. Það breyt­ir öllu fyr­ir strand­veiðimenn.“ Sem fyrr seg­ir hafa 3200 tonn verið veidd en sam­kvæmt reglu­gerð er miðað við 10.000 tonn. Ljóst er að það mun ekki nægja en Örn seg­ist gera ráð fyr­ir að bætt verði við veiðiheim­ild­irn­ar þegar þar að kem­ur.

mbl.is