Stórgallað veiðigjaldafrumvarp

Umsögn Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS.
Umsögn Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) skiluðu í gær­kvöld ít­ar­legri 167 síðna um­sögn um veiðigjalda­frum­varp at­vinnu­vegaráðherra. Fram kem­ur að SFS tel­ur frum­varpið veru­lega gallað og var­ar við al­var­leg­um af­leiðing­um þess fyr­ir sjáv­ar­út­veg, tengd­ar grein­ar, sveit­ar­fé­lög og sam­fé­lagið í heild.

„Frum­varp sem boðar ríf­lega tvö­föld­un á veiðigjaldi, án fyr­ir­vara, án grein­inga, án sam­ráðs við hagaðila og án nokk­urs áhrifamats er bein­lín­is hættu­legt,“ seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri SFS í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„At­vinnu­vega­nefnd hef­ur þannig fengið frum­varp til um­fjöll­un­ar sem er haldið mikl­um ágöll­um og það sem er jafn­vel verra, þá er frum­varpið að koma allt of seint inn í þingið. Ég hygg að flest­ar inn­send­ar um­sagn­ir hafi að geyma gagn­rýni á fyr­ir­ætl­an frum­varps­ins, í heild eða að hluta. At­vinnu­vega­nefnd á því mikið og erfitt verk fyr­ir hönd­um.“

Vinnu­brögðin gagn­rýnd

Ekki síst átelja SFS vinnu­brögðin, ófull­nægj­andi und­ir­bún­ing frum­varps­ins, skort á gagn­sæi og sam­ráði. Minnt er á að um­sagn­ar­frest­ur hafi verið of skamm­ur, gögn af­hent seint og sum­um beiðnum um gögn var hafnað.

At­hygli vek­ur að ef­ast er um út­reikn­inga at­vinnu­vegaráðherra, en mat SFS á fjár­hags­áhrif­um frum­varps­ins bend­ir til þess að veiðigjaldið gæti meira en tvö­fald­ast, sér­stak­lega hvað varðar veiðigjald af þorski og ýsu. Bent er á að þegar gögn vanti eða aðgengi að þeim sé tak­markað verið slíkt mat óhjá­kvæmi­lega á reiki.

„En miðað við mat SFS virðist umræðan um „tvö­föld­un veiðigjalds“ hófstillt lýs­ing á því sem koma skal,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Til­bú­in í sam­tal

Þá eru gerðar marg­háttaðar stjórn­ar­skrár­bundn­ar at­huga­semd­ir. SFS seg­ir að frum­varpið brjóti gegn eign­ar­rétt­ar­á­kvæðum stjórn­ar­skrár með óhóf­legri skatt­lagn­ingu sem ekki bygg­ist á raun­veru­legu afla­verðmæti.

Fyr­ir­ætlan­ir um að finna „rétt“ afla­verðmæti með út­reikn­ingi byggðum á verði ann­ars kon­ar afla á norsk­um markaði og jaðar­verði á ís­lensk­um fisk­mörkuðum stand­ist hvorki kröf­ur um jafn­ræði, meðal­hóf né sann­v­irðis­reglu skatta­rétt­ar, þegar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki verða skatt­lögð fyr­ir verðmæti sem þau hafi ekki raun­veru­leg­an ráðstöf­un­ar­rétt yfir.

„SFS hafa með ít­ar­legri og mál­efna­legri um­sögn hrakið all­ar for­send­ur frum­varps­ins. Standi vilji stjórn­valda til þess að hækka veiðigjald, þá er hægt að gera það með mun skyn­sam­legri hætti. Við erum til­bú­in í það sam­tal,“ seg­ir Heiðrún Lind.

„Vafa­laust er hin full­komna auðlinda­gjald­taka ekki til, en að óbreyttu mun frum­varp þetta, nái það fram að ganga, leiða til veru­legra nei­kvæðra áhrifa á sjáv­ar­út­veg, tengd­ar grein­ar í iðntækni og ný­sköp­un, sveit­ar­fé­lög og sam­fé­lagið í heild. Skatt­spor sjáv­ar­út­vegs verður að end­ingu minna, en ekki stærra.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: