Samtök atvinnulífsins boða til morgunverðarfundar á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 8.30 í dag um áhrif veiðigjalda og annarra skatta á fyrirtæki.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi:
Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs SA, flytur erindi sem ber yfirskriftina „Skynsamleg skattlagning” og Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðsstjóri fjármálaráðgjafar Deloitte, ræðir um „Áhrif skattlagningar á rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi”.
Í pallborðsumræðum í lokin taka síðan þá þau: Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, Guðmundur Fertram, stofnandi og forstjóri Kerecis, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu, Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs.