Skiljanlegt að fólk mótmæli frumvarpinu

Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra tók þátt ásamt Guðmundi Fertram forstjóra Kerecis …
Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra tók þátt ásamt Guðmundi Fertram forstjóra Kerecis í pallborði á fundi SA. mbl.is/Karítas

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra seg­ir skilj­an­legt að fólk mót­mæli frum­varp­inu um breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjald þar sem það feli í sér um­tals­verða hækk­un veiðigjalda.

Hanna Katrín tók þátt í pall­borði á morg­un­fundi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) varðandi áhrif veiðigjalda og annarra skatta á fyr­ir­tæki.

„Fólk væri ekki að standa sig í að gæta hags­muna sinna fyr­ir­tækja ef ekki væri mót­mælt. Við höf­um hins veg­ar ekki alltaf verið sam­mála um for­send­ur þeirr­ar gagn­rýni og þar stend­ur kannski hníf­ur­inn í kúnni. Ég ber mikla virðingu fyr­ir því að all­ir aðilar, sama hvaðan þeir koma, hugsi um sína eig­in hags­muni. Mitt hlut­verk er að gæta hags­muna heild­ar­inn­ar,” seg­ir Hanna í sam­tali við mbl.is að lokn­um fundi. 

„Við höf­um verið og erum í nægu sam­ráði“

Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um og formaður Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga, sagði á fund­in­um að ekki hefði verið haft nægt sam­ráð við sveit­ar­fé­lög við gerð frum­varps­ins. 

Hanna Katrín er hins veg­ar ósam­mála Írisi og tel­ur að sam­ráðið hafi verið nægi­legt. „Bæði við gerð frum­varps­ins og núna. Við erum í mjög þéttu sam­tali og sam­ráði líkt og er að eiga sér stað hér í dag. Bæði eru ráðuneyt­in að ræða við þessa aðila sem og at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is sem fer yfir þessi gögn sem birt hafa verið. Ég er þeirr­ar skoðunar að við höf­um verið og erum í nægu sam­ráði," seg­ir hún. 

Hanna Katrín svaraði spurningum úr sal varðandi frumvarpið.
Hanna Katrín svaraði spurn­ing­um úr sal varðandi frum­varpið. mbl.is/​Karítas
mbl.is

Bloggað um frétt­ina