Vill ekki sjá „sérstakt gullhúðað íslenskt kerfi“

Guðmundur Fertram ræðir málin í pallborðsumræðunum í morgun. Við hlið …
Guðmundur Fertram ræðir málin í pallborðsumræðunum í morgun. Við hlið hans stendur Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Karítas

Stjórn­völd eiga áfram að not­ast við milli­verðlagn­ingu til að mæla rétta verðið á fiskafl­an­um þegar hann fer frá út­gerðinni yfir í vinnsl­una. Eng­in ástæða er til að um­bylta kerf­inu sem hér hef­ur ríkt í lang­an tíma og búa til „sér­stakt gull­húðað ís­lenskt kerfi”.

Þetta seg­ir Guðmund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­andi og for­stjóri líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Kerec­is, sem tók þátt í pall­borðsum­ræðum á fundi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í morg­un þar sem fjallað var um áhrif veiðigjalda og annarra skatta á fyr­ir­tæki. Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra var á meðal þeirra sem tóku í umræðunum og stóð hún við hliðina á Guðmundi er þau tók­ust stutt­lega á um veiðigjalda­frum­varpið.

Miðað við jaðar­verð

Guðmund­ur, sem ræddi við blaðamann að lokn­um fund­in­um, seg­ir rík­is­stjórn­ina ætla með frum­varpi sínu að breyta því hvernig um­rædd­ur kostnaður er reiknaður. Þær áætlan­ir séu ekki væn­leg­ar til ár­ang­urs, hvorki fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn né sveit­ar­fé­lög­in, sér­stak­lega þau sem eru á lands­byggðinni. Hann seg­ir að núna skuli miða við jaðar­verð frá fisk­mörkuðum þar sem 10-15% af afl­an­um séu seld og síðan eigi að miða við verð í Nor­egi. Hingað til hafi aft­ur á móti verið not­ast við regl­ur OECD um milli­verðlagn­ingu sem hafi verið hannaðar til að mæla hið raun­veru­lega verð líkt og um ótengda aðila sé að ræða.

Á vefsíðu Skatts­ins kem­ur fram að hug­takið milli­verðlagn­ing vísi til þess hvernig tengd­ir lögaðilar verðleggi viðskipti sín á milli.  „Regl­um um milli­verðlagn­ingu er ætlað að tryggja að verðákvörðun í viðskipt­um slíkra aðila sé í sam­ræmi við verð í sam­bæri­leg­um viðskipt­um milli ótengdra aðila, þ.e. að verð sé í sam­ræmi við svo­kallaða arms­lengd­ar­reglu,” seg­ir á vefsíðunni.

Hanna Katrín ásamt Guðmundi á fundinum.
Hanna Katrín ásamt Guðmundi á fund­in­um. mbl.is/​Karítas

„Með rétt kerfi í dag“

„Álver­in eru að nota það [milli­verðið] þegar það er verið að flytja ál frá Íslandi til dótt­ur­fyr­ir­tækja sinna í út­lönd­um, rík­is­skatt­stjóri fer yfir það, og Kerec­is þegar við flytj­um sár­aroð okk­ar út, þá erum að selja til dótt­ur­fyr­ir­tæk­is. Núna í nú­ver­andi regl­um er verið að nota þess­ar OECD-regl­ur,” bend­ir Guðmund­ur á og seg­ir hina svo­kölluðu leiðrétt­ingu stjórn­valda á veiðigjöld­um ekki vera leiðrétt­ingu í raun og veru „vegna þess að við erum með rétt kerfi í dag sem bygg­ir á OECD-regl­um um þessa milli­verðlagn­ingu. Menn ætla að fara að breyta því í eitt­hvað sér­stakt gull­húðað ís­lenskt kerfi þar sem menn eru að miða verðið við verð á fisk­markaði í Nor­egi og jaðar­verð á ís­lensk­um fisk­markaði”.

Farið yfir tölur á fundinum.
Farið yfir töl­ur á fund­in­um. mbl.is/​Karítas

Kerec­is-for­stjór­inn bæt­ir við: 

„Núna fer 33% [af hagnaði fisk­veiða] til rík­is­ins og 66% til vinnsl­unn­ar. Það er auðveld­ast að tak­ast á um þá pró­sentu og nota bara milli­verðlagn­ing­ar­kerfið sem er búið að vera í mörg ár. Af hverju að vera að um­bylta kerf­inu? Af hverju ekki bara að tak­ast á um þessa pró­sentu? Það er miklu holl­ara. Við erum með raun­veru­lega gott kerfi í dag sem er sam­kvæmt OECD-regl­um. Það rík­ir sátt um það. Sjó­menn sem passa nú vel upp á sinn hag, þeir eru sátt­ir við þetta, þeir telja þetta milli­verðlagn­inga­verð vera raun­veru­legt verð,” grein­ir Guðmund­ur frá.

Áhyggj­ur af Vest­fjörðum

Líkt og kem­ur fram í ný­legri um­sögn Guðmund­ar um breyt­ing­arn­ar á veiðigjalda­frum­varp­inu kveðst hann hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af stöðu mála á Vest­fjörðum ef breyt­ing­arn­ar ná fram að ganga. 

„Á Vest­fjörðum geng­ur bæri­lega núna í þess­um rekstri, það er upp­sveifla þar, fólki farið að fjölga aft­ur, fleiri börn í leik­skól­um og tón­list­ar­skóla, geng­ur vel hjá Vestra í fót­bolt­an­um, en nú á ein­hvern veg­inn að koll­varpa þessu öllu og ég skil ekki af hverju rík­is­stjórn­in er að fara í þetta þegar það eru svo mörg önn­ur mál sem við þurf­um að leysa í sam­ein­ingu,” held­ur Guðmund­ur áfram.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri og for­stöðumaður efna­hags­sviðs SA, flutti erindi …
Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri og for­stöðumaður efna­hags­sviðs SA, flutti er­indi á fund­in­um. mbl.is/​Karítas

Passa upp á að ekki sé svindlað

Spurður hvort hann telji að hækka þurfi veiðigjöld­in seg­ist hann ekki vera hags­munaaðili í sjáv­ar­út­vegi og komi ekki ná­lægt nein­um rekstri í sjáv­ar­út­vegi. Hann viti aft­ur á móti sitt­hvað um milli­verðlags­regl­ur.

 „Við erum búin að vera í sam­töl­um við rík­is­skatt­stjóra bæði í mín­um nú­ver­andi starfi og fyrr­ver­andi störf­um. Rík­is­skatt­stjóri vill að við séum að selja á eðli­legu verði úr landi og rík­is­skatt­stjóri í Banda­ríkj­un­um vill að við séum að kaupa á eðli­legu verði, þannig að það sé ekki verið að svindla, þannig að þetta sé raun­veru­legt milli­verðlag eins og þetta séu tveir óháðir aðilar og ég veit allt um það. Það eru tug­ir manna á Íslandi í rík­is­skatt­stjóra­embætt­inu, KMPG, Deliote, Pricewater­hou­seCoo­pers og öðrum fyr­ir­tækj­um sem eru að fást við milli­verðlagn­ingu. Þetta er það kerfi sem við erum að nota í dag, líka þegar við erum að verðleggja fisk­inn frá veiðum yfir í vinnslu. Ég skil ekki af hverju við mynd­um breyta og búa til eitt­hvað sér­ís­lenskt kerfi þar. Ef ríkið vill meiri pen­ing þá eig­um við að tak­ast á um þessa 1/​3, 2/​3 skipt­ingu,” svar­ar hann.

Frá pallborðsumræðunum.
Frá pall­borðsum­ræðunum. mbl.is/​Karítas
mbl.is