„Allt í einu ertu versta manneskja í heimi“

William Leonard Pickard fékk tvo lífstíðardóma í New York en …
William Leonard Pickard fékk tvo lífstíðardóma í New York en eftir að hafa afplánað í 20 ár í öryggisfangelsi í Arizona fékk hann samúðarnáðun árið 2020. Hann ræddi fangavistina og líf eftir afplánun á afmælisráðstefnu Afstöðu, félags fanga. Samsett mynd/Andri Þeyr Andrason

„Starfsmaður fang­els­is­ins keyrði mig á strætó­stöðina og skildi mig eft­ir þar. Í fyrsta skipti í 20 ár var ég ekki und­ir eft­ir­liti stjórn­valda.“

Þetta seg­ir Banda­ríkjamaður­inn William Leon­ard Pickard. Árið 2000 fékk þáver­andi há­skóla­kenn­ar­inn tvo lífstíðardóma í New York fyr­ir um­fangs­mikla fram­leiðslu á LSD en eft­ir að hafa afplánað í 20 ár í ör­ygg­is­fang­elsi í Arizona fékk hann samúðarnáðun árið 2020.

Það var svo fyr­ir ör­fá­um mánuðum sem hon­um var út­hlutað banda­rísku vega­bréfi á ný „og varð á ný frjáls maður“.

Pickard ræddi fanga­vist­ina og líf eft­ir afplán­un á af­mæl­is­ráðstefnu Af­stöðu, fé­lags fanga, sem hald­in var ný­lega.

„Allt í einu ertu versta manneskja í heimi og átt …
„Allt í einu ertu versta mann­eskja í heimi og átt að vera þarna að ei­lífu, deyja þarna. Hvernig lif­ir maður það af?“ seg­ir Pickard. Ljós­mynd/​Andri Þeyr Andra­son

„Hvernig lif­ir maður það af?“

Spurður hvernig maður lif­ir af í ör­ygg­is­fang­elsi þagn­ar Pickard um stund, dreg­ur djúpt and­ann og lýs­ir aðstæðum í fang­els­inu stutt­lega, fanga­verðir hafi til að mynda gengið um og reynt að hræða fang­ana dag­lega.

„Allt í einu ertu versta mann­eskja í heimi og átt að vera þarna að ei­lífu, deyja þarna. Hvernig lif­ir maður það af?

Sjálf­ur hug­leiddi ég kvölds og morgna. Stundaði jóga til að reyna að ná smá slök­un eft­ir spennu dags­ins – öskrin, hurðir að skell­ast, há­vær­ir hátal­ar­ar, spreng­ing­ar í loft­inu, mikið af stungu­árás­um.“

Seg­ir hann ein­föld­ustu hluti hafa hjálpað og nefn­ir sér­stak­lega ástkæra vini og fjöl­skyld­una sem eft­ir var.

„Maður tap­ar öllu þegar maður fer inn í svona lang­an tíma. Öllum eign­um, heim­il­um, bíl­um og öllu, ást­vin­um yfir árin. Hægt og ró­lega fara and­lit þeirra og til­finn­ing­in að hafa þau ná­lægt sér, og ást­in sjálf, að hverfa.

Maður gleym­ir hvernig heim­ur­inn lít­ur út, hvernig tré líta út. Ég var í fang­elsi þar sem aðeins var drulla. Eng­in blóm, ekk­ert gras, eng­in tré, eng­in vötn, eng­in fjöll – drulla. 10 metra háir vegg­ir, sjö byssut­urn­ar. Þannig að þetta var mjög erfitt um­hverfi.“

„Eitt­hvað til að þykja vænt um“

„Menn sem haldið er inni­lokuðum í lang­an tíma verða eins og ljón í dýrag­arði, ganga bara fram og til baka, að reyna að muna hvernig frelsið var,“ seg­ir Pickard.

Fljót­lega fari að sjást svip­ur í aug­um þeirra, svip­ur sem gefi til kynna að þeir viti að þeir verði aldrei nokk­urn tíma frjáls­ir á ný – „að þeir hafi misst það dýr­mæt­asta sem til er“.

„Þá þarftu að finna eitt­hvað til að þykja vænt um. Þú finn­ur það ekki um leið en ef þú ert ein­angraður í lengri tíma fer hjartað að þrá eitt­hvað til að þykja vænt um, hugsa um, eitt­hvað lif­andi. Eng­in fjöl­skylda, eng­in börn, ör­fá­ir vin­ir, hvað þykir manni vænt um?“

Seg­ir hann mönn­um þá fara að detta í hug að fanga litl­ar mýs. Með litl­um pappa­bút­um og blý­anti búi þeir svo til hamstra­hjól fyr­ir mús­ina til að hlaupa í. Menn­irn­ir safn­ist svo sam­an og horfi á mús­ina hlaupa.

„Stór­ir, sterk­ir, full­orðnir menn horfa á mús­ina hlaupa klukku­tím­un­um sam­an, af því að hún er eitt­hvað sem þeim get­ur þótt vænt um.“

Pickard seg­ir aðra menn hafa nýtt sér að fang­elsið hafi verið staðsett í miðri eyðimörk­inni í Arizona og veitt köngu­lær. „Risa­stór­ar, loðnar köngu­lær. Ekk­ert hættu­leg­ar. Menn veiddu þær og héldu á þeim.“

„Stórir, sterkir, fullorðnir menn horfa á músina hlaupa klukkutímunum saman, …
„Stór­ir, sterk­ir, full­orðnir menn horfa á mús­ina hlaupa klukku­tím­un­um sam­an, af því að hún er eitt­hvað sem þeim get­ur þótt vænt um.“ Ljós­mynd/​Andri Þeyr Andra­son

„Mesta refs­ing sem hægt er að beita“

Pickard var meðal þeirra sem ekki gátu fangað mýs eða köngu­lær og leituðu held­ur í litla maura­holu þar sem maur­arn­ir komu út á kvöld­in. Nokkr­ir menn stálu þá reglu­lega brauði úr mat­saln­um og smygluðu því fram hjá vörðunum sem leituðu á þeim eft­ir hvern ein­asta mat­máls­tíma.

Fóru þeir með brauðið að maura­hol­unni, settu litla brauðmola á jörðina og fylgd­ust með maur­un­um vinna, í einn til tvo tíma. „Af því að það var eitt­hvað til að þykja vænt um“.

„Ég hafði ekk­ert til að þykja vænt um, nema minn­ing­una af fjöl­skyldu,“ seg­ir Pickard.

Þegar maður miss­ir allt er ást fjöl­skyldu manns það eina sem er eft­ir og seg­ir hann þá teng­ingu verða minni og minni með hverju ár­inu. Þá fari maður að gleyma and­lit­um þeirra og einn dag­inn verði minn­ing­in far­in, þá sé ekk­ert eft­ir, „og það er myrkv­asti tíma­punkt­ur­inn“.

„Það erfiðasta í fang­elsi eru ekki varðturn­arn­ir, eða vegg­irn­ir, eða árás­irn­ar, eða niður­læg­ing­in, eða öskrin, held­ur að finna ást­ina deyja. Það er mesta refs­ing sem hægt er að beita.“

„Eng­in vopn, eng­in grimmd, ekk­ert afl“

Pickard legg­ur áherslu á að fang­elsi eigi að bæta menn, þau eigi „ekki að hleypa skrímsl­um aft­ur út í sam­fé­lagið held­ur nýju fólki“.

Tek­ur hann Hald­en-fang­elsið í Nor­egi sem dæmi, en Are Høi­dal, fyrsti for­stöðumaður Hald­en-fang­els­is­ins, flutti einnig er­indi á ráðstefn­unni.

„Það er besta dæmi um fang­elsi sem ég hef séð,“ seg­ir Pickard.

„Í mín­um aug­um eru þau svaka­lega siðmenntuð. Tré, verðir og starfs­fólk sem tala raun­veru­lega við þig, eng­in vopn, eng­in grimmd, ekk­ert afl. Þeir leyfa hverj­um og ein­um að halda í reisn sína og aðeins þannig get­ur fólk komið út laust við það tráma sem kom því inn til að byrja með.“

Í Banda­ríkj­un­um geti verið erfitt að fjár­magna slíka bygg­ingu en hægt og ró­lega geti hlut­ir von­andi breyst.

Pickard með Tristan Elizabeth Gribbin frænku sinni sem býr á …
Pickard með Trist­an El­iza­beth Gribb­in frænku sinni sem býr á Íslandi og hélt einnig kynn­ingu á ráðstefn­unni, og Are Høi­dal frá norsk­um fang­els­is­yf­ir­völd­um. Are var fyrsti for­stöðumaður Hald­en fang­els­is­ins í Nor­egi. Ljós­mynd/​Stian Estenstad

„20-30 blaðsíður af laga­leg­um rök­um, í hverri viku í 20 ár“

Í lok árs 2018 und­ir­ritaði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti the first step act, al­rík­is­lög sem ætlað er að draga úr end­ur­komu í fang­els­in, bæta skil­yrði fang­els­anna og veita föng­um mögu­leik­ann á að losna fyrr.

Þessa lög­gjöf seg­ir Pickard hafa leitt til þess að hann hafi losnað árið 2020. Lög­in hafi gert föng­um kleift að skrifa beiðni til dóm­ar­ans sem dæmdi þá í fang­elsi og óska eft­ir að losna fyrr – byggt á end­ur­hæf­ingu eða góðri hegðun.

Þetta hefði hann gert og seg­ir hann beiðnina hafa verið þá tæp­lega þúsund­ustu sem hann hefði skrifað. Seg­ist hann hafa kynnt sér lög­in og skrifað beiðni í hverri viku, „20-30 blaðsíður af laga­leg­um rök­um, í hverri viku í 20 ár“.

Það tók beiðnina tvö ár að fara í gegn­um kerfið og var henni neitað af flest­um stofn­un­um og ráðamönn­um, þangað til hún komst á borð hjá nýj­um dóm­ara, sem Pickard hafði aldrei hitt.

„Fyr­ir Guðs nánd, þenn­an morg­un­inn, sleppti hann mér. Það var merki­leg­ur dag­ur, að fá þess­ar frétt­ir,“ seg­ir hann, fimm árum seinna, enn hissa á að dóm­ari sem hann hefði aldrei hitt hefði haft trú á sér.

„Allt í einu var þögn, ég var frjáls“

Pickard seg­ir al­deil­is nóg hafa gerst í sam­fé­lag­inu á þeim 20 árum sem hann afplánaði. Fyrsti dag­ur­inn hefði því verið skraut­leg­ur en skemmti­leg­ur.

Það var á mánu­dags­morgni sem lamið var á hurðina að klef­an­um hans. Var hann flutt­ur inn á skrif­stofu og hon­um sagt að dóm­ari hefði skrifað und­ir beiðni hans og að fang­elsið hefði þrjár klukku­stund­ir til að koma hon­um út.

„Þetta er eft­ir 20 ár í þessu rými. Þannig að ég var með 500 kíló af laga­leg­um skjöl­um og þeir pökkuðu þessu öllu sam­an og létu mig hafa bux­ur, stutterma­bol og 200 dali. Áður en ég vissi af var ég kom­inn inn í bíl, að keyra út í heim­inn í fyrsta skipti í 20 ár – sem var ólýs­an­leg til­finn­ing.

Starfsmaður fang­els­is­ins keyrði mig á strætó­stöðina og skildi mig eft­ir þar, í fyrsta skipti í 20 ár var ég ekki und­ir eft­ir­liti stjórn­valda. Í 20 ár var alltaf ein­hver ná­lægt mér og alltaf læti. Allt í einu var þögn, ég var frjáls, og stóð þarna, einn. Hvað nú?

Þarna var runni, með blómi, fal­legu eyðimerk­ur­blómi, og ég varði tíma með blóm­inu í um 20 mín­út­ur. Horfði á það, þefaði af því, snerti það, það var fín­gert og lif­andi, í eyðimörk­inni,“ seg­ir hann hugsi.

„Ég vissi ekki hvar takk­inn væri“

Árið 2000 voru síma­klef­ar í notk­un, sem sett var klink í til að hringja úr, en þeir voru all­ir horfn­ir þegar Pickard kom út 20 árum seinna. Hann hafði séð farsíma í sjón­varp­inu í fang­els­inu og vissi því hvernig þeir litu út, en hafði aldrei séð þá í eig­in per­sónu.

„En ég varð að hringja í fjöl­skyldu mína til að segja þeim að ég væri frjáls. Ég sá ung­an mann, með gull­keðjur, al­gjör­an töffara, tala í sím­ann og varð að fara upp að hon­um. Maður lær­ir að vera mjög kurt­eis í fang­elsi af því að ef þú ert það ekki get­urðu verið drep­inn.

Þannig að ég stóð fyr­ir fram­an hann og sagði: Af­sakið herra, ég var að koma úr fang­elsi og þarf að hringja í fjöl­skyld­una mína, gæti ég borgað þér fyr­ir að fá að hringja hjá þér?“

Maður­inn hafi horft á hann held­ur skringi­lega, sagt hon­um að „gleyma pen­ing­un­um“ og rétt hon­um ip­ho­ne.

„Ég vissi ekki hvar takk­inn væri. Eft­ir nokkr­ar mín­út­ur horfði hann á mig og ég sagði bara: Veistu það, ég hef verið í burtu í mjög lang­an tíma, gæt­ir þú hringt?

Þannig að hann aðstoðaði mig.“

Árið 2000 voru símaklefar í notkun, sem sett var klink …
Árið 2000 voru síma­klef­ar í notk­un, sem sett var klink í til að hringja úr, en þeir voru all­ir horfn­ir þegar Pickard kom út 20 árum seinna. Hann hafði séð farsíma í sjón­varp­inu í fang­els­inu og vissi því hvernig þeir litu út, en hafði aldrei séð þá í eig­in per­sónu. Ljós­mynd/​Andri Þeyr Andra­son

„Þannig að þetta fór allt ágæt­lega“

Fjöl­skylda Pickard kom og hitti hann á strætó­stöðinni og voru þá 20 ár liðin síðan hann sá nokk­urt þeirra.

„Síðast þegar ég sá son minn var hann ný­fædd­ur og ég hélt á hon­um í ung­barna­teppi í fang­inu. Svo gekk hann upp að mér á strætó­stöðinni – 1,98 á hæð og massaður. Það er mjög skrítið að segja: Ég elska þig son­ur, og teygja mig upp til að faðma hann, en ég gerði það,“ seg­ir hann hlý­lega.

Þenn­an sama dag hélt son­ur hans aft­ur í há­skól­ann þar sem hann var að læra tauga­vís­indi og er hann ný­út­skrifaður í dag.

„Við erum mjög nán­ir núna og skemmt­um okk­ur vel sam­an. För­um í fjall­göng­ur og á skíði og allt það sem feðgar eiga að gera. Þó að furðulegt sé er hann stolt­ur af mér og elsk­ar mig. Ég gæti ekki beðið um betri dreng. Þannig að þetta fór allt ágæt­lega,“ seg­ir Pickard bros­andi.

„Fyr­ir mig er það ást fjöl­skyldu manns“

Að lok­um legg­ur Pickard áherslu á að for­eldr­ar í fang­elsi verði að átta sig á því að það eru ekki aðeins þau sem eiga erfitt með fang­elsis­vist­ina, „það eru börn­in sem þjást“.

Seg­ir hann frá því að hafa mikið hugsað til dætra sinna sem báðar voru litl­ar þegar hann fór inn.

„Sama hvaða sárs­auka ég var að finna hvern dag hugsaði ég til þeirra. Ein­ar í litlu rúm­un­um sín­um, hafa aldrei þekkt pabba sinn eða séð hann og öll hin börn­in eiga pabba. En pabbi þinn er versta mann­eskja í heimi og þú get­ur ekki talað við neinn um það. Ég hugsaði hvað það hlýt­ur að þýða fyr­ir barn, að bera þá byrði,“ seg­ir hann hugsi.

Bæt­ir hann þá við að ef maður læri eitt­hvað í fang­elsi sé það hvað skipti mestu máli í líf­inu, hvað sé dýr­mæt­ast.

„Fyr­ir mig er það ást fjöl­skyldu manns. Um­hyggja lít­illa, dýr­mætra, viðkvæmra barna og ást eig­in­konu manns.“

mbl.is