Bryndís líkleg ræðudrottning

Bryndís hefur gott forskot þegar stutt er til þingloka.
Bryndís hefur gott forskot þegar stutt er til þingloka. mbl.is/Karítas

Flest bend­ir til þess að Bryn­dís Har­alds­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins verði ræðudrottn­ing yf­ir­stand­andi þings.

Nefnda­dag­ar hafa staðið yfir á Alþingi í vik­unni og kem­ur þing næst sam­an til fund­ar á mánu­dag.

Sam­kvæmt starfs­áætl­un Alþing­is verður síðasti fund­ur 156. lög­gjaf­arþings­ins föstu­dag­inn 13. júní en vegna þess hve mörg mál eru enn óaf­greidd benda all­ar lík­ur til þess að þingið standi leng­ur.

Talað í 902 mín­út­ur

Nú þegar hill­ir und­ir þinglok er rétt að skoða hvaða þing­menn hafa talað oft­ast og lengst á yf­ir­stand­andi þingi.

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir hef­ur flutt 352 at­huga­semd­ir/​andsvör og talað í sam­tals 902 mín­út­ur, eða rétt rúm­ar 15 klukku­stund­ir sam­tals.

Næst koma Bergþór Ólason Miðflokki 281/​700, Vil­hjálm­ur Árna­son Sjálf­stæðis­flokki 219/​652, Karl Gauti Hjalta­son Miðflokki 201/​612 og Jón Pét­ur Zimsen Sjálf­stæðis­flokki 204/​610.

Stjórn­ar­and­stæðing­ar raða sér í efstu sæt­in eins og oft­ast er.

Sá ráðherra sem mest hef­ur talað er Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra. Hann hef­ur flutt 174 at­huga­semd­ir/​andsvör og talað í 351 mín­útu. Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur flutt 72 ræður/​andsvör og talað í 154 mín­út­ur.

Sam­kvæmt yf­ir­liti á vef Alþing­is hafa verið flutt­ar 6.579 ræður og at­huga­semd­ir/​andsvör síðan þingið var sett 4. fe­brú­ar síðastliðinn.

Þing­ræður eru 2.525 og hafa staðið yfir í 10.173 mín. (169:33 klst.). At­huga­semd­ir eru 4.054 og hafa staðið yfir í 6.212 mín. (103:32 klst.).

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: