„Dagurinn er samt eiginlega ónýtur“

Veitingastaðurinn Fish House í Grindavík.
Veitingastaðurinn Fish House í Grindavík. Ljósmynd/Aðsend

Veit­ingastaður­inn Fish Hou­se í Grinda­vík var pakk­full­ur af er­lend­um ferðamönn­um þegar raf­magns­leysi skall á. Vísa þurfti öll­um gest­um staðar­ins út og seg­ir veit­ingamaður staðar­ins að tjónið sé gríðarlegt.

„Við get­um ekk­ert eldað mat eða neitt. Maður spyr sig hver ber ábyrgð á þessu og hver kem­ur til með að borga tjónið,“ seg­ir veit­ingamaður­inn Kári Guðmunds­son. 

Kári hef­ur ný­lega opnað veit­ingastaðinn aft­ur á ný eft­ir að hann hafði verið lokaður í átján mánuði. Í sam­tali við mbl.is fyrr í mánuðinum kvaðst Kári vera til­neydd­ur til að opna staðinn aft­ur eft­ir að stuðningsaðgerðum rík­is­ins við grind­vísk fyr­ir­tæki var hætt 30. mars. 

„Þetta er ekki skemmti­leg byrj­un,“ seg­ir hann.

Gátu ekki greitt fyr­ir mat­inn

Kári seg­ir að mikið líf og fjör hafi verið í Grinda­vík í dag og að fjöl­marg­ir ferðamenn hafi gert sér ferð í bæ­inn. Seg­ir hann að staður­inn hafi verið full­bókaður en að ljóst sé að hann verði fyr­ir ein­hverju fjár­hags­legu tjóni þar sem greiða þurfi starfs­mönn­um biðlaun á meðan staður­inn fái eng­ar tekj­ur á móti. 

Ein­hverj­ir gest­ir staðar­ins höfðu þegar fengið mat á disk­inn áður en raf­magns­leysið skall á en að þeir hafi ekki getað greitt fyr­ir mat­inn þar sem pos­ar veit­ingastaðar­ins þurfa raf­magn.

Spurður hvort staður­inn verði opnaður á ný þegar raf­magnið kem­ur aft­ur á síðar í dag seg­ir Kári að fylgst verði með stöðunni. 

„Við bíðum aðeins en dag­ur­inn er samt eig­in­lega ónýt­ur,“ seg­ir Kári. 

mbl.is