Þegar ríkið vill stýra hugsunum þínum

Ljósmynd/Wikimedia Commons

Næsta bók sem tek­in er fyr­ir á vett­vangi Bóka­klúbbs Spurs­mála er skáld­sag­an 1984 eft­ir Geor­ge Orwell. Hún komst fyrst út árið 1949 og fæst við spurn­ing­una um stóra bróður, til­raun­ir stjórn­valda til þess að ná tök­um á lífi borg­ar­anna og fylgj­ast með hverju skrefi í lífi þeirra.

Eitt af stór­virkj­um 20. ald­ar

Bók­in er sann­ar­lega eitt af stór­virkj­um 20. ald­ar en hún er skrifuð í sam­hengi ár­anna eft­ir síðari heimstyrj­öld þar sem Orwell hafði horfst í augu við alræði Stalíns og eft­ir­lits- og of­beld­is­sam­fé­lag nas­ism­ans.

Verkið vakti mikla at­hygli þá þegar hún kom út en hef­ur æ síðan orðið fólki yrk­is­efni í umræðu um vald­mörk rík­is­ins og tján­ing­ar- og hugs­ana­frelsi fólks. Á tækniöld hafa spurn­ing­arn­ar orðið æ áleitn­ari, ekki síst þegar sí­fellt auðveld­ara reyn­ist að fylgj­ast með ferðum fólks og sam­skipt­um, auk þess sem gagna­söfn­un og -öfl­un verður sí­fellt stór­tæk­ari á grund­velli nýrr­ar tækni.

1984 er stórbrotið skáldverk.
1984 er stór­brotið skáld­verk. Ljós­mynd/​Bók­ar­kápa

Bók­in á sér­stöku til­boði

Bók­in er á sér­stöku til­boði í til­efni þess að hún er nú tek­in fyr­ir á vett­vangi klúbbs­ins. Er hún í boði í versl­un­um Penn­ans á 2.990 kr.

Bók­in kom fyrst út í ís­lenskri þýðingu þeirra Her­steins Páls­son­ar og Thorolfs Smith árið 1951. Hún hef­ur nú verið þýdd að nýju af Þór­dísi Bachmann og kom hún fyr­ir aug­ur les­enda fyrst árið 2015.

Bóka­klúbbi Spurs­mála hef­ur verið afar vel tekið og eru nú vel yfir 1000 meðlim­ir í hon­um. Þátt­tak­an er án end­ur­gjalds en henni fylgja ýmis fríðindi auk aðgangs að viðburðum sem klúbbur­inn stend­ur fyr­ir í tengsl­um við bókaum­fjöll­un­ina hverju sinni.

Hér er hægt að skrá sig í klúbb­inn.

Í apr­íl­mánuði fjallaði klúbbur­inn um bók­ina Geir H. Haar­de ævi­saga.

Í maí­mánuði fjallaði klúbbur­inn um bók­ina Kúbu­deil­an 1962 eft­ir Max Hastings.

mbl.is