Robin Thicke og April Love í það heilaga

Söngvarinn Robin Thicke og bandaríska fyrirsætan April Love Geary þegar …
Söngvarinn Robin Thicke og bandaríska fyrirsætan April Love Geary þegar þau mættu til galaviðburðar á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í mánuðinum. Sameer AL-DOUMY / AFP)

Tón­list­armaður­inn Robin Thicke og kær­asta hans, fyr­ir­sæt­an April Love Ge­ary, ganga í það heil­aga í Cabo San Lucas, Mexí­kó, á næstu dög­um. Í kring­um at­höfn­ina sjálfa hef­ur verið skipu­lagt þriggja sóla­hringa partý.

Parið hef­ur verið sam­an í tíu ár.

Ge­ary hef­ur þegar deilt mynd­um á In­sta­gram sem sýna hana pakka fyr­ir stóra dag­inn en lét þó ekki í ljós hvert ná­kvæm­lega þau væru að fara. Hins veg­ar hef­ur tíma­ritið Page Six fengið staðfest­ingu á fyrr­greind­um stað í Mexí­kó.

„Ég gifti mig um helg­ina og ég fer á morg­un. Og ég er svo stressuð, eins og ég hef raun­veru­lega, all­an dag­inn, fundið fyr­ir því að ég sé að fara að æla,“ er meðal þess sem Ge­ary skrifaði við færsl­una.

Thicke hef­ur beðið henn­ar tvisvar, í fyrra skiptið á jól­un­um 2018, þegar hún var ólétt að fyrsta barni þeirra. Sam­an eiga þau þrjú börn: Miu Love, Lolu Alain og Luca Pat­rick.

Thicke bað Ge­ary í annað skipti í Cann­es í þess­um mánuði, á lúx­us­hót­el­inu Hotel du Cap-Eden-Roc, á meðan á kvik­mynda­hátíðinni stóð. Staðsetn­ing­in er sú sama og þegar þau op­in­beruðu sam­band sitt fyr­ir tíu árum.

View this post on In­sta­gram

A post shared by April Love (@aprillove­ge­ary)

Page Six

mbl.is