Tónlistarmaðurinn Robin Thicke og kærasta hans, fyrirsætan April Love Geary, ganga í það heilaga í Cabo San Lucas, Mexíkó, á næstu dögum. Í kringum athöfnina sjálfa hefur verið skipulagt þriggja sólahringa partý.
Parið hefur verið saman í tíu ár.
Geary hefur þegar deilt myndum á Instagram sem sýna hana pakka fyrir stóra daginn en lét þó ekki í ljós hvert nákvæmlega þau væru að fara. Hins vegar hefur tímaritið Page Six fengið staðfestingu á fyrrgreindum stað í Mexíkó.
„Ég gifti mig um helgina og ég fer á morgun. Og ég er svo stressuð, eins og ég hef raunverulega, allan daginn, fundið fyrir því að ég sé að fara að æla,“ er meðal þess sem Geary skrifaði við færsluna.
Thicke hefur beðið hennar tvisvar, í fyrra skiptið á jólunum 2018, þegar hún var ólétt að fyrsta barni þeirra. Saman eiga þau þrjú börn: Miu Love, Lolu Alain og Luca Patrick.
Thicke bað Geary í annað skipti í Cannes í þessum mánuði, á lúxushótelinu Hotel du Cap-Eden-Roc, á meðan á kvikmyndahátíðinni stóð. Staðsetningin er sú sama og þegar þau opinberuðu samband sitt fyrir tíu árum.