Ómanneskjulegt umhverfi

Fyrir liggur frumvarp í atvinnuveganefnd Alþingis um breytingar á lögum …
Fyrir liggur frumvarp í atvinnuveganefnd Alþingis um breytingar á lögum sem sett voru á um veiðistjórnun grásleppuveiða í fyrra. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Grá­sleppu­sjó­mönn­um sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við líst mjög illa á fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á veiðistjórn­un á grá­sleppu og segja að dag­a­stýr­ing­in sem nú á að taka aft­ur upp búi til ómann­eskju­legt um­hverfi.

Um þess­ar mund­ir ligg­ur fyr­ir frum­varp í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is um breyt­ing­ar á lög­um sem sett voru á um veiðistjórn­un grá­sleppu­veiða í fyrra. Þá var veiðistýr­ing með afla­marki, þ.e. kvóta­kerfi, tek­in upp en nú á að hverfa aft­ur til svo­kallaðrar dag­a­stýr­ing­ar sem er kerfið sem áður var not­ast við.

„Mér líst al­veg djöf­ul­lega á þetta,“ seg­ir Kári Borg­ar Ásgríms­son, spurður út í frum­varpið en hann er út­gerðarmaður á Borg­ar­f­irði eystra, sem stundað hef­ur grá­sleppu­veiðar í hátt í 40 ár.

„Það er svo ómann­eskju­legt um­hverfi að vinna í þess­um blessuðu dög­um,“ bæt­ir hann við.

Aðrir grá­sleppu­sjó­menn taka í svipaðan streng en Páll Aðal­steins­son, út­gerðarmaður í Stykk­is­hólmi til meira en 30 ára, kveðst al­farið á móti því að dag­a­stýr­ing­in verði tek­in aft­ur upp.

„Þetta daga­kerfi er löngu gengið sér til húðar og það er afar slæmt ef það á að bakka út úr kvóta­setn­ing­unni. Það er fyr­ir­sjá­an­leiki í henni, núna veit maður hvað maður má veiða mikið og losn­ar við allt kapp­hlaup. Í dag­a­stýr­ing­ar­kerf­inu hafa menn þurft að fara út með öll sín net á sókn­ar­dög­um strax, al­veg sama hvernig veðrátt­an er, til að reyna að ná í sem mest áður en pott­ur­inn klár­ast,“ seg­ir Páll.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag og í Mogga-app­inu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: