Reglur Hafró lykill að sjálfbærni

ISF gerir ýmsar athugasemdir við strandveiðifrumvarpið.
ISF gerir ýmsar athugasemdir við strandveiðifrumvarpið. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Það að fylgja afla­regl­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar til að tryggja sjálf­bær­ar og vottaðar veiðar er al­gjört lyk­il­atriði,“ seg­ir Krist­inn Hjálm­ars­son fram­kvæmda­stjóri ISF, spurður út í frum­varp at­vinnu­vegaráðherra um breyt­ing­ar til bráðabirgða á lög­um um strand­veiðar, en ISF sér um að afla vott­ana á veiðarfæri og fiski­stofna sem nýtt­ir eru við Ísland.

Þor­steinn Sig­urðsson for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sagði í sam­tali við blaðið í gær að hann teldi lík­legt að breyt­ing­ar frum­varps­ins myndu ýta und­ir ósjálf­bær­ar veiðar.

Krist­inn seg­ir Ísland alltaf hafa verið til fyr­ir­mynd­ar hvað varðar sjálf­bærni­vott­an­ir á sjáv­ar­af­urðum. „Það er óá­sætt­an­legt að sjá að það eigi að víkja frá þess­ari stefnu,“ seg­ir hann í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Íslensk­ar fisk­veiðar hafa alltaf byggst á vís­inda­legri ráðgjöf, sér­stak­lega síðasta ára­tug­inn,“ seg­ir Krist­inn. Það hafi skipt gríðarlega miklu máli fyr­ir sjálf­bærn­ií­mynd ís­lenskra fisk­veiða og greitt leiðina að því að fá sjálf­bærni­vott­un fyr­ir sjáv­ar­af­urðir sem hér eru veidd­ar.

„Við höf­um misst vott­an­ir af ýms­um ástæðum og gert nauðsyn­leg­ar um­bæt­ur. Þegar við miss­um vott­an­ir, þá töp­um við mörkuðum. Marg­ir markaðir vilja ekki kaupa vör­ur sem ekki koma úr sjálf­bær­um og vottuðum veiðum. Ef við miss­um ekki markaðina, þá lækk­ar verðið,“ seg­ir Krist­inn.

„Þetta frum­varp virðist fela í sér að víkja frá vís­inda­legri ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Er þetta ein­ung­is und­an­tekn­ing eða er þetta nýtt for­dæmi? Hvað annað verður þá gert á þenn­an hátt? Að gefa af­slátt af vís­ind­un­um þegar við höf­um lagt svo mikið á okk­ur til að byggja ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg á vís­ind­um, ekki stjórn­mál­um, er óá­sætt­an­legt.

All­ir al­vöru sjó­menn um­gang­ast auðlind­ina af virðingu, öll al­vöru út­gerðarfé­lög um­gang­ast auðlind­ina af virðingu og öll al­vöru stjórn­völd eiga að gera það líka – eins og sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ar síðustu ára­tug­ina hafa gert. Þeir færðu ákvörðun um heild­arkvóta frá sjálf­um sér, frá stjórn­mála­mönn­um til vís­inda­manna. Þannig skapaðist sjálf­bærni­grund­völl­ur fyr­ir nytja­stofna við Ísland, því fram að því var stunduð of­veiði við Ísland í boði stjórn­mála­manna,“ seg­ir Krist­inn að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: