Ákærðar fyrir mótmæli í hvalveiðiskipum Hvals

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært þær Elissu og Anahitu fyrir …
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært þær Elissu og Anahitu fyrir mótmæli þeirra í hvalveiðiskiptunum Hvali 8 og Hvali 9 árið 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðgerðasinn­arn­ir Sa­h­ar Baba­ei og El­issa May Phillips hafa verið ákærðar vegna mót­mæla sinna um borð í Hvali 8 og Hvali 9 í sept­em­ber árið 2023, en þær mót­mæltu þar fyr­ir­huguðum hval­veiðum fyr­ir­tæk­is­ins Hvals hf.

Kon­urn­ar, sem þekkt­ar eru und­ir nöfn­un­um Ana­hita Sa­ba­ei og El­issa Biou í fyrri um­fjöll­un fjöl­miðla, fóru um borð í skip­in í heim­ild­ar­leysi aðfar­arnótt mánu­dags­ins 4. sept­em­ber og komu sér fyr­ir í tunn­um í mastri skip­anna og neituðu í kjöl­farið að yf­ir­gefa þau þrátt fyr­ir fyr­ir­mæli lög­regl­unn­ar.

Mót­mæl­in fengu mikla at­hygli, en kon­urn­ar komu ekki niður fyrr en ein­um og hálf­um sól­ar­hring síðar eft­ir mikið sam­tal við lög­regl­una sem að end­ingu aðstoði þær við að fara niður úr möstr­un­um.

Konurnar mótmæltu hvalveiðum með að fara í möstur hvalveiðiskipanna Hvals …
Kon­urn­ar mót­mæltu hval­veiðum með að fara í möst­ur hval­veiðiskip­anna Hvals 8 og 9 í sept­em­ber 2023 áður en halda átti til hval­veiða. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Voru þær í kjöl­farið færðar á brott í lög­reglu­bíl, en sama dag var greint frá því að Hval­ur hf. hefði kært kon­urn­ar. Sama dag lögðu skip­in af stað til hval­veiða.

Sam­kvæmt ákæru eru Ana­hita, sem er rík­is­borg­ari Íran, og El­issa, sem er rík­is­borg­ari Bret­lands, ákærðar fyr­ir hús­brot og brot gegn lög­um um sigl­ing­ar­vernd. Í al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um get­ur hús­brot varðað allt að sex mánaða fang­elsi, þó beita megi allt að eins árs fang­elsi ef sak­ir eru mikl­ar, en þá er vísað til þess ef viðkom­andi sé vopnaður eða hafi beitt of­beldi.

Aðgerðasinnarnir Elissa og Anahita voru í möstrunum í einn og …
Aðgerðasinn­arn­ir El­issa og Ana­hita voru í möstr­un­um í einn og hálf­an sól­ar­hring. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Varðandi brot á lög­um um sigl­ing­ar­vernd er í ákæru vísað til grein­ar lag­anna um aðgang að hafn­araðstöðu. Þar er „án heim­ild­ar hafn­ar­yf­ir­valda, skip­stjóra, eig­anda skips eða út­gerðarfé­lags er ein­stak­lingi óheim­ilt að fara um borð í skip, taka sér far með skipi eða gera til­raun til þess að ferðast sem laumuf­arþegi með skipi í eða úr ís­lenskri lög­sögu.“ Get­ur brot á þess­um lög­um varðað sekt­um, en fang­elsi allt að tveim­ur árum ef sak­ir eru mikl­ar eða brot ít­rekuð.

mbl.is