Sonur Jolie og Pitt ofurölvi á hótelbar

Pax Thien Jolie-Pitt ásamt móður sinni, leikkonunni Angelinu Jolie.
Pax Thien Jolie-Pitt ásamt móður sinni, leikkonunni Angelinu Jolie. AFP/Frazer Harrison

Pax Thien Jolie-Pitt, son­ur fyrr­ver­andi leik­ara­hjón­anna Ang­el­inu Jolie og Brad Pitt, hef­ur ekki átt sjö dag­ana sæla að und­an­förnu og virðast götu­ljós­mynd­ar­ar elta hann á rönd­um í þeirri von að hann komi sér í ógöng­ur fyr­ir fram­an mynda­vél­arn­ar.

Pax, sem varð 21 árs gam­all síðla á síðasta ári og er nú kom­inn á lög­leg­an drykkjuald­ur, hef­ur verið ansi iðinn við að sletta úr klauf­un­um síðustu mánuði og sést gjarn­an á vin­sæl­ustu skemmtistöðum stjörnu­borg­ar­inn­ar Los Ang­eles.

Á laug­ar­dags­kvöldið var Pax ljós­myndaður að yf­ir­gefa hót­elið Chateu­au Marmont, sem er þekkt­ur „hang­istaður“ fræga fólks­ins, ásamt vin­um sín­um og var hann í held­ur ann­ar­legu ástandi og þurfti á aðstoð að halda til að standa í lapp­irn­ar.

Pax, sem var skæl­bros­andi og ansi sátt­ur með lífið og til­ver­una, ef marka má mynd­ir sem birt­ust á vefsíðu Page Six, var þó hvergi nærri hætt­ur að djamma og endaði kvöldið á stripp­klúbbi, með seðlana á lofti.

For­eldr­arn­ir áhyggju­full­ir

Jolie og Pitt eru sögð hafa mikl­ar áhyggj­ur af hegðun son­ar síns, en sá er sagður á góðri leið með að verða óreglumaður, og vilja að hann leiti sér hjálp­ar áður en ástandið versn­ar.

Pax, sem er næ­stelsta barn Jolie og Pitts, er sagður vilja feta í fót­spor for­eldra sinna og ger­ast leik­ari.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Page Six (@pages­ix)

mbl.is