Frumvarp um námsmat grunnskóla samþykkt

Samsett mynd/mbl.is/Karítas/mbl.is/María

Alþingi samþykkti frum­varp um breyt­ingu á náms­mati grunn­skóla fyrr í dag. Í frum­varp­inu kem­ur fram að heim­ilt verði við inn­rit­un í fram­halds­skóla að líta í aukn­um mæli til annarra þátta en náms­ár­ang­urs.

Líf­leg­ar umræður sköpuðust um frum­varpið í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi í gær þar sem Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins og Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra tók­ust á. 

Sagði frum­varpið vera „woke“-orðasal­ats­hug­sjón­ir

Eins og boðað hef­ur verið á að draga úr vægi ein­kunna við inn­rit­un í fram­halds­skóla eða veita sér­staka heim­ild til þess. Þetta er gert á grund­velli ein­hvers kon­ar „woke“-orðasal­ats­hug­sjón­ar í nýja frum­varp­inu, að vinna gegn eins­leitni í nem­enda­hópi, að all­ir fram­halds­skól­ar axli ábyrgð á fjöl­breytt­um nem­enda­hópi,“ sagði Snorri. 

Hann sagðist einnig vor­kenna sum­um tals­manna frum­varps­ins og taldi þá hafa litla trú á því. Að sögn Snorra hafa tals­menn frum­varps­ins skýlt sér á bak við aðgerðir þess í ljósi 15 ára gam­als álits frá umboðsmanni Alþing­is.

Ekki verður dregið úr vægi ein­kunna

Guðmund­ur Ingi sagði að ekki væri verið að draga úr vegi ein­kunna. Ein­ung­is væri verið að gefa heim­ild og staðfesta hana í lög­um, það væri það sem umboðsmaður Alþing­is hefði beðið um.

„Við erum mis­leit og ég hef alltaf sagt að það er eitt­hvað skrýtið við það að við séum með þrjár náms­grein­ar sem eigi að stjórna ein­kunna­gjöf­inni og skól­ar séu að velja út frá því,“ sagði ráðherra. 

Vissi ekki á hvaða veg­ferð Snorri er

Snorri taldi hug­tök­in „eins­leitni“ og „fjöl­breyti­leiki“ mjög for­vitni­leg og sagði að með frum­varp­inu væri verið að tryggja eins­leitni á meðal fram­halds­skóla.

„Við erum svo inni­lega ósam­mála og ég bara næ ekki á hvaða veg­ferð hátt­virt­ur þingmaður er,“ sagði Guðmund­ur og bætti við að það væri með ólík­ind­um að segja að hann sjálf­ur væri að búa til eins­leita skóla.

mbl.is