„Fólkið á Íslandi styður okkur“

Elissa May Phillips and Sahar Babaei i héraðsdómi í dag.
Elissa May Phillips and Sahar Babaei i héraðsdómi í dag. mbl.is/Karítas

Aðgerðasinn­arn­ir Sa­h­ar Baba­ei frá Íran og El­issa May Phillips frá Bretlandi sem ákærðar eru í tengsl­um við mót­mæli um borð í Hvali 8 og Hvali 9 í sept­em­ber árið 2023, lýstu yfir sak­leysi sínu áður en þær gengu inn í dómsal í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag þar sem fyr­ir­taka fór fram í máli þeirra.

Ánægðar að fá að svara fyr­ir þetta 

„Við erum sak­laus­ar“ sögðu þær Sa­h­ar og El­issa May fyr­ir utan dómsal 402 í héraðsdómi. Þær eru ákærðar í þrem­ur ákæru­liðum. Fyr­ir brot á sigl­inga­lög­um, hús­brot og brot gegn vald­stjórn­inni. Spurðar segja þær ákær­ur í mál­inu ekki koma á óvart. „Við erum ánægðar að fá að svara fyr­ir þetta því þegar heild­ar­mynd­in er skoðuð þá skipt­ir það engu máli. Þetta snýst um hval­ina og veiðarn­ar sem eru enn í gangi,“ seg­ir El­issa.

Ef þið væruð í sömu spor­um í dag, mynduð þið aft­ur gera það sama?

„Al­veg klár­lega, seg­ir El­issa.“

„Við vit­um að fólkið á Íslandi styður okk­ur og ef þess­ar aðgerðir okk­ar hafa áhrif á ákvörðun um hval­veiðar sem verður tek­in síðar á þessu ári, þá erum við ánægðar að hafa tekið þátt í því að færa þetta mál í rétt­lát­an far­veg,“ seg­ir Sa­hin.   

Hval­ur hf. kærði þær eft­ir að þær mót­mæltu fyr­ir­huguðum hval­veiðum fyr­ir­tæk­is­ins Hvals hf. Fóru þær um borð í skip­in í heim­ild­ar­leysi aðfar­anótt mánu­dags­ins 4. sept­em­ber og komu sér fyr­ir í tunn­um í mastri skip­anna og neituðu í kjöl­farið að yf­ir­gefa þau þrátt fyr­ir fyr­ir­mæli lög­regl­unn­ar.

Í einn og hálf­an sól­ar­hring

Mót­mæl­in fengu mikla at­hygli, en kon­urn­ar komu ekki niður fyrr en ein­um og hálf­um sól­ar­hring síðar eft­ir mikið sam­tal við lög­regl­una sem að end­ingu aðstoðaði þær við að fara niður úr möstr­un­um.

Þær voru í kjöl­farið færðar á brott í lög­reglu­bíl. Sama dag lögðu skip­in af stað til hval­veiða. Eru þær kærðar fyr­ir að óhlýðnast fyr­ir­mæl­um lög­reglu.

Lögmaður kvenn­anna lagði fram frá­vís­un­ar­kröfu á hluta sak­argifta og verður hún tek­in fyr­ir í ág­úst.

Þing­hald fer fram 30. októ­ber en aðalmeðferð fer fram í mál­inu á næsta ári.

mbl.is