Kvóti ónýttur og leynd yfir kaupsamningi

Sigurjón er formaður atvinnuveganefndar og Sleppu ehf.
Sigurjón er formaður atvinnuveganefndar og Sleppu ehf. mbl.is/Gústi B

Útgerðarfé­lagið Sleppa ehf., sem Sig­ur­jón Þórðar­son formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar fer fyr­ir, hef­ur ekki nýtt 682 kg grá­sleppu­kvóta sem strand­veiðibát­ur fé­lags­ins, Sig­ur­laug ÓF 38, fékk út­hlutað í ár.

Fyr­ir­séð er því að kvót­inn verði ekki nýtt­ur í ár þar, sem grá­sleppu­vertíð er lokið. Af­leiðing­ar þess eru að óbreyttu að kvóti skips­ins fell­ur niður sam­kvæmt lög­um.

Meiri­hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar, sem Sig­ur­jón gegn­ir for­mennsku fyr­ir, lagði aft­ur á móti óvænt fram frum­varp í mars sem fel­ur í sér að kvóta­setn­ing grá­sleppu verði af­num­in og grá­sleppu­veiðar háðar sér­stöku leyfi Fiski­stofu á ný.

Verði frum­varp meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar að lög­um mun út­gerðin eiga mögu­leika á að fá leyfi til grá­sleppu­veiða þrátt fyr­ir að hafa ekki sinnt veiðiskyldu sinni í ár.

„Grá­sleppu­veiðar skulu háðar sér­stöku leyfi Fiski­stofu og eiga þeir bát­ar ein­ir kost á slíku leyfi sem rétt áttu til leyf­is á grá­sleppu­vertíðinni 1997 sam­kvæmt regl­um þar um,“ seg­ir í frum­varp­inu.

Grá­slepp­an var kvóta­sett með lög­um sem tóku gildi í sept­em­ber á síðasta ári. Í grein­ar­gerð með frum­varpi því sem breyt­ing­ar­frum­varpið byggði á seg­ir að stjórn grá­sleppu­veiða hafi á und­an­förn­um árum sætt gagn­rýni fyr­ir að vera ómark­viss og ófyr­ir­sjá­an­leg fyr­ir þá sem stundi veiðarn­ar. Meg­in­til­gang­ur­inn með breyt­ing­unni var að auka fyr­ir­sjá­an­leika við veiðarn­ar og tryggja bet­ur sjálf­bær­ar og mark­viss­ar veiðar.

Í frum­varpi meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar kem­ur fram að lög­in hafi verið um­deild og gagn­rýnd fyr­ir að fela í sér ónauðsyn­lega skömmt­un á sam­eig­in­legri auðlind þjóðar­inn­ar.

Kaup­samn­ing­ur á huldu

Sig­ur­jón seldi hlut sinn í út­gerðinni Sleppu fyr­ir skemmstu en eig­in­kona hans, Svava Ingimars­dótt­ir, fer áfram með 49% hlut í út­gerðinni. Sig­ur­björg Áróra Ásgeirs­dótt­ir fer nú með 51% hlut í fé­lag­inu, 50% keypti hún af Sig­ur­jóni og 1% af Svövu. Eins og Morg­un­blaðið sagði frá fer Sig­ur­jón áfram með for­mennsku í fé­lag­inu og er prókúru­hafi þess. Nýr meiri­hluta­eig­andi er hvorki í stjórn né fram­kvæmda­stjórn og ekki með prókúru.

Morg­un­blaðið hef­ur farið þess á leit við bæði Sig­ur­jón og nýj­an meiri­hluta­eig­anda að fá af­rit af kaup­samn­ingi, án ár­ang­urs. Þau hafa held­ur ekki svarað því hvort greiðsla hafi verið innt af hendi eða fari fram síðar, og ekki held­ur hvort kunn­ings­skap­ur hafi verið þeirra á milli fyr­ir viðskipt­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: