Norska verðið í uppnámi

Hluti uppsjávarflota Pelagia bundinn við fiskvinnslu í Husøy sem er …
Hluti uppsjávarflota Pelagia bundinn við fiskvinnslu í Husøy sem er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins Træna, elsta sjávarpláss Noregs.. Ljósmynd/Pelagia

Grund­völl­ur nýs út­reikn­ings á veiðigjöld­um á upp­sjáv­ar­fisk kann að bresta fall­ist Eft­ir­lits­stofn­un EFTA á kæru norska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Pelagia um að ein­ok­un­arstaða norska síld­ar­sölu­sam­lags­ins Norsk Sildes­algslag (NSSL) brjóti í bága við 31. grein samn­ings­ins um EES.

Slík­ur úr­sk­urður kynni að kippa fót­un­um und­an fyr­ir­ætl­un­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í frum­varpi um hækk­un veiðigjalda.

Sam­kvæmt frum­varp­inu, sem Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra og Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra kynntu sem „leiðrétt­ingu“ á út­reikn­ingi veiðigjalds, á að miða við verð á upp­sjáv­ar­fiski í Nor­egi til þess að kom­ast að „raun­veru­legu verðmæti“ og „réttu verði“ á ís­lensk­um upp­sjáv­ar­afla til þess að reikna út hið rétta veiðigjald.

Í Nor­egi er öll fyrsta sala á upp­sjáv­ar­afla – síld, mak­ríl, kol­munna o.fl. – und­ir stjórn norska síld­ar­sölu­sam­lags­ins Nor­ges Sildes­algslag (NSSL). Sam­kvæmt lög­um er bæði norsk­um og er­lend­um kaup­end­um – hvort sem þeir eru aðilar að sam­lag­inu eða ekki – skylt að eiga viðskipti með upp­sjáv­ar­fisk sam­kvæmt skil­mál­um, söluaðferðum og sam­ræmdu verði, sem NSSL ákveða.

Úrsk­urði ESA eða dæmi EFTA-dóm­stól­inn á síðari stig­um að þetta fyr­ir­komu­lag brjóti í bága við EES mun fram­boð á upp­sjáv­ar­afla í Nor­egi riðlast og verðmynd­un með öðrum hætti. Nú­ver­andi verð telst hins veg­ar ekki mynd­ast á frjáls­um markaði.

Nán­ari um­fjöllun má finna á bls.4 í Morg­un­blaðinu og Mogga­app­inu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: