Meirihlutavilji til að ljúka afgreiðslu bókunar 35

Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir öðruvísi pólitískar línur hafa …
Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir öðruvísi pólitískar línur hafa verið dregnar á Alþingi í dag við umræðu um bókun 35. mbl.is/Eyþór

„Fund­ur­inn gekk bara vel, þar voru tæklaðar umræður um bók­un 35 og úr því varð eng­in niðurstaða beint, mál­inu var frestað og svo boðar for­seti dag­skrá,“ seg­ir Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í sam­tali við mbl.is um þær umræður er áttu sér stað á Alþingi í dag er þing­menn ræddu inn­leiðingu á bók­un 35 við samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið.

Kvað Guðmund­ur velflesta þing­flokka hafa tekið þátt í umræðunni, „ýmis áhuga­verð póli­tísk tíðindi komu þar fram, til dæm­is virðist vera samstaða Sjálf­stæðis­flokks og rík­is­stjórn­ar­flokk­ana um að styðja málið á meðan Miðflokk­ur­inn slær ákveðna varnagla“, held­ur þing­flokks­formaður­inn áfram.

Eins og mbl.is greindi frá í gær rík­ir ein­hug­ur inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að inn­leiða bók­un 35 fyr­ir sum­ar­frí þings­ins, en hún geng­ur að meg­in­stefi út á að ef EES-samn­ing­ur­inn stang­ist á við önn­ur ís­lensk lög gildi lög­in um EES-samn­ing­inn nema Alþingi hafi tekið af öll tví­mæli við laga­setn­ingu um að svo skuli ekki verða.

Öðru­vísi póli­tísk­ar lín­ur

Til­gang­ur bók­un­ar 35 er að búa svo um hnút­ana að þjóðþing geti ekki svipt ein­stak­linga og fyr­ir­tæki þeim rétt­ind­um sem þeim eru tryggð í EES-samn­ingn­um með setn­ingu annarra laga.

Seg­ir Guðmund­ur öðru­vísi póli­tísk­ar lín­ur hafa birst við umræðuna í dag en hingað til hafi mátt sjá. „Stjórn og stjórn­ar­and­stöðuflokk­ar voru þar sam­stíga um að styðja mik­il­vægt mál,“ seg­ir hann.

Viltu spá ein­hverju um fram­vindu þessa máls og lok?

„Nei, ég þori nú ekki að spá neitt nema að umræðunni verði fram haldið og hún tæm­ist. Það er mik­ill meiri­hluta­vilji inn­an þings­ins til að klára þetta mál og mik­il­vægt fyr­ir þjóðina að við eyðum þess­ari óvissu varðandi EES-samn­ing­inn,“ seg­ir Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um bók­un 35 og dag­langa umræðu um hana á þing­inu í dag.

mbl.is