Launamunur of lítill í landinu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Meira launa­skrið er á ís­lensk­um vinnu­markaði en Seðlabank­inn hafði gert ráð fyr­ir. Það má senni­lega rekja til þess að mest áhersla hef­ur verið lögð á að hækka lægstu laun og launa­bil minnkað.

    Þetta seg­ir Ásgeir Jóns­son, seðlabanka­stjóri í nýj­asta viðtali Spurs­mála. Þar ber vinnu­markaðinn að sjálf­sögðu á góma en at­hygli hef­ur vakið að þótt vinnu­veit­end­ur hafi talað um að launa­hækk­an­ir í síðustu kjara­samn­ing­um hafi verið of þembd­ar þá hef­ur launa­skrið á vinnu­markaðnum verið langt um­fram það sem samn­ing­arn­ir kváðu á um.

    Seg­ir Ásgeir að þegar of langt er gengið í að fletja út launa­stig­ann geti hann hrein­lega sprungið. Ekki sé víst að það ger­ist núna, líkt og reynd­in varð um miðjan tí­unda ára­tug síðustu ald­ar. Hins veg­ar sé þarna um ákveðið hættu­spil að ræða.

    Orðaskipt­in um þetta má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan.

    Búið að jafna út launa­stig­ann

    Gef­um Ásgeiri orðið:

    „Það sem hef­ur gerst og þetta eru mín­ar álykt­an­ir er að und­an­far­in ár hafa krónu­tölu­lækk­an­ir verið í gangi og það er búið að jafna út launa­stig­ann nokk­urn veg­inn og það sem ger­ist er að þegar iðnaðar­menn sjá að handlang­ar­ar eru nán­ast komn­ir með sömu laun og þeir og þeir sem eru með mennt­un eða ábyrgð eru komn­ir á sama stað og þeir sem eru ekki með mennt­un og ábyrgð og eru ófag­lærðir þá verður mik­il hreyf­ing til þess að fá fram kjara­bæt­ur, annað hvort með samn­ing­um, eins og kenn­ara­samn­ing­arn­ir eru dæmi um eða þá að menn fara og tala við sinn vinnu­veit­anda og segja, ég er smiður eða eitt­hvað, er ég ekki nauðsyn­leg­ur á þess­um vinnustað, finnst þér ég ekki eiga meira skilið og hér er ann­ar sem er eig­in­lega með það sama og þetta hef­ur gerst oft áður.“

    Er þetta full­reynt?

    „Ég ætla ekki að taka ákv­arðanir fyr­ir aðila vinnu­markaðar­ins eða segja þeim til en það eru ákveðin tak­mörk fyr­ir því hvað þú get­ur gengið langt í að fletja út taxt­ana. Og þetta er ekki í fyrsta sinn, á sín­um tíma var ég efna­hags­ráðgjafi Guðmund­ar Jaka, 1994-1995 og þá á þeim tíma hafði það sama gerst, þá höfðu verið krónu­tölu­hækk­an­ir. Og þá sprakk launa­stig­inn og það var mik­il óánægja hjá öll­um fag­lærðum stétt­um. Ég skal ekki segja hvort það ger­ist núna en það er alltaf hætt­an þegar þú sem­ur núna.“

    Þegar þú horf­ir á vinnu­markaðinn þá finnst þér launa­bilið milli hópa hverf­andi?

    „Já, nokk­urn veg­inn. Ég get vitnað í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar frá því í fyrra eða hitteðfyrra sem seg­ir að mennt­un skili ekki endi­lega hærri laun­um sem dæmi. En á sama tíma vil ég segja að það er ekki Seðlabank­ans að stýra þessu eða lýsa skoðunum á þessu beint.“

    Þótt þig dreymi um það?

    „Nei, nei. En það sem skipt­ir máli fyr­ir okk­ur er að það er meira launa­skrið en við höfðum gert ráð fyr­ir.“

    Viðtalið við Ásgeir Jóns­son má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:

    Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ræðir vinnumarkaðinn í nýjasta þætti Spursmála.
    Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri ræðir vinnu­markaðinn í nýj­asta þætti Spurs­mála. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir
    mbl.is