Ríkisstjórn Kristrúnar sameini ekki þjóðina

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar, tók þátt í eldhúsdagsumræðum nú …
Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar, tók þátt í eldhúsdagsumræðum nú í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur sam­ein­ar ekki ís­lensku þjóðina að mati Þór­ar­ins Inga Pét­urs­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Þetta kem­ur fram ræðu hans í eld­hús­dagsum­ræðum á Alþingi.

Þór­ar­inn seg­ir þjóðina ná mest­um ár­angri þegar hún stend­ur sam­an og bygg­ir á þeim gild­um sem sam­eini hana; í þessu sam­hengi minn­ist Þór­ar­inn fyrr­um for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, Jónas­ar Jóns­son­ar frá Hriflu, sem þingmaður­inn seg­ir að sé minnst sem eld­heits sam­vinnu­manns.

„Erum við öll í sama liði?“

Þór­ar­inn bend­ir á þá staðreynd í ræðu að þrátt fyr­ir að Ísland sé fá­mennt land sé það tvö­falt stærra að flat­ar­máli en Dan­mörk. Þessu fylgja áskor­an­ir að sögn Þór­ar­ins en þó seg­ir hann þetta einnig þýða að þvert á lands­hluta búi fólk sem skapi og leggi grunn­inn að verðmæta­sköp­un þjóðar­inn­ar.

„En hver er staðan í dag? Erum við öll í sama liði? Er meint verk­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur að sam­eina þjóðina? Stutta svarið er nei,“ seg­ir Þór­ar­inn í ræðustól Alþing­is.

„Í dag horf­ir rík­is­stjórn­in til þess að stór­hækka gjald­töku á grunn­atvinnu­grein­ar lands­ins al­gjör­lega án áhrifamats og grein­ing­ar.“

Hann bæt­ir við að án auðlinda lands­ins og sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar þeirra í öll­um lands­hlut­um verði ekki byggt á þeirri hag­sæld sem ríkt hafi á Íslandi frá lýðveld­is­stofn­un. Þór­ar­inn seg­ir að deila megi um um­fang gjald­töku og skatt­lagn­ing­ar á at­vinnu­vegi en eng­inn geti deilt um þau verðmæti sem hafið í kring­um landið veiti sam­fé­lag­inu í heild.

Ungt fólk í bú­skap

Að lok­inni umræðu um sjáv­ar­út­veg­inn beindi Þór­ar­inn spjót­um sín­um að ís­lensk­um land­búnaði, mat­væla­fram­leiðslu og ferðaþjón­ust­unn­ar. 

„Í ljósi þess að alþjóðamál hef­ur sjald­an verið mik­il­væg­ara að Ísland geti treyst á eig­in fram­leiðslu þegar kem­ur að mat­væl­um. Við þurf­um því al­ger­lega nýja hugs­un í mat­væla­fram­leiðslu sem trygg­ir fæðuör­yggi þjóðar­inn­ar.“

Að sögn Þór­ar­ins þarf kerf­is­læga breyt­ingu sem tryggi ungu fólki mögu­leika á að hefja bú­skap og kaupa jarðir.

„Þess vegna hef­ur Fram­sókn mótað nýj­ar hug­mynd­ir um nýj­ar ræt­ur sem styður við jarðakaup ungs fólks sem er til­búið að sýna frum­kvæði, taka áhættu og fjár­festa eig­in tíma í að búa til verðmæti fyr­ir okk­ur öll,“ seg­ir Þór­ar­inn sem hef­ur verið sauðfjár­bóndi síðan árið 1994.

mbl.is