Snorri hnýtir í stöllurnar í Komið gott

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Karítas

Óvíst er hvenær þing­menn kom­ast heim í sum­ar­frí en til stóð að það yrði gert á morg­un, 13. júní. Svo verður hins veg­ar ekki en þing­fund­ur stend­ur nú yfir þar sem bók­un 35 er til umræðu. Umræðan um málið hófst klukk­an 15 í dag og stend­ur enn yfir. 

Stöll­urn­ar í hlaðvarp­inu Komið gott gerðu þing­málið að umræðuefni í hlaðvarpi sínu á dög­un­um og sögðu það „það allra leiðin­leg­asta þing­mál sem nokk­ur ein­asta per­sóna hef­ur verið dreg­in í gegn­um“.

Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins, virðist vera al­farið ósam­mála en hann birti mynd­skeið á Face­book í dag þar sem hann svaraði Ólöfu Skafta­dótt­ur og Krist­ínu Gunn­ars­dótt­ur, stjórn­end­um hlaðvarps­ins.

Sagði hann málið það „allra at­hygl­is­verðasta þing­mál“ sem lægi fyr­ir á þing­inu.

Ekki gam­an að standa vörð um full­veldið

Viður­kenndi hann þó að málið væri mögu­lega leiðin­legt en að „eng­inn sagði að það yrði gam­an að standa vörð um full­veldi þjóðar­inn­ar.“

Málið snýst í stuttu máli um að bætt verði ákvæði við lög um evr­ópska efna­hags­svæðið þar sem seg­ir að ef skýrt og óskil­yrt laga­ákvæði sem Ísland inn­leiðir sam­kvæmt EES-samn­ingn­um sé ósam­rýman­legt öðru al­mennu laga­ákvæði ís­lenskra laga skuli hið fyrr­nefnda ákvæði ganga fram­ar.

Málið er afar um­deilt og telja ein­hverj­ir inn­leiðing­una stang­ast á við ís­lensku stjórn­ar­skrána. 

mbl.is