Íkornarnir voru íslenskir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:29
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:29
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Svo­kallaðir íkorn­ar gengu er­inda er­lendra hrægamm­a­sjóða hér á landi eft­ir að banka­kerfið hrundi.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son seg­ir að þeir hafi þó fyrst og fremst verið Íslend­ing­ar.

Héldu tryggð við Ísland og Íslend­inga

Vís­ar hann þar til þess að þótt þess­um aðilum hafi verið ætlað að afla upp­lýs­inga og draga upp mynd af stöðu mála hér á landi fyr­ir hina er­lendu aðila þá hafi þeir oftsinn­is upp­lýst hann sem for­sæt­is­ráðherra hvernig í pott­inn væri búið.

Þetta upp­lýs­ir Sig­mund­ur Davíð um í at­hygl­is­verðu viðtali á vett­vangi Spurs­mála þegar rifjað er upp að nú eru 10 ár liðin frá því að tíma­móta­samn­ing­ar náðust við kröfu­hafa föllnu bank­anna um svo­kölluð stöðug­leikafram­lög. Þau gerðu yf­ir­völd­um kleift að aflétta gjald­eyr­is­höft­um hér á landi og um leið að stór­minnka skuld­ir rík­is­sjóðs sem var meira en illa laskaður eft­ir fjár­mála­áfallið.

Viðtalið við Sig­mund Davíð má sjá og heyra í heild sinni hér (mín­úta 52:43):

mbl.is