SFS segja ráðherra villa um fyrir þinginu

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veiðigjöld verða enn hærri en reiknað hef­ur verið með, segja Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­ú­vegi. Væri frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra um veiðigjald í gildi í ár myndu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki greiða 108% hærri veiðigjöld.

Þar bygg­ir SFS á út­reikn­ing­um Skatts­ins fyr­ir at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is. Upp­hæðir Skatts­ins voru raun­ar tals­vert lægri, en SFS telja að ráðherra hafi hlutast til um að Skatt­ur­inn tæki mið af öðrum töl­um en þeim sem fram komu í frum­varp­inu, og þannig reiknað annað en nefnd­in bað um.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir.

Þetta telja SFS al­var­legt mál, sem þingið hljóti að grennsl­ast fyr­ir um. Minnt er á að ­ít­rekaðar full­yrðing­ar ráðherra um að frum­varpið byggi á ýt­ar­leg­um grein­ing­um hafi reynst rang­ar. Ekki verði bet­ur séð en ráð­herr­ann hafi reynt að af­vega­leiða lög­gjaf­ann. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: