Veiðigjöld verða enn hærri en reiknað hefur verið með, segja Samtök fyrirtækja í sjávarúvegi. Væri frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjald í gildi í ár myndu sjávarútvegsfyrirtæki greiða 108% hærri veiðigjöld.
Þar byggir SFS á útreikningum Skattsins fyrir atvinnuveganefnd Alþingis. Upphæðir Skattsins voru raunar talsvert lægri, en SFS telja að ráðherra hafi hlutast til um að Skatturinn tæki mið af öðrum tölum en þeim sem fram komu í frumvarpinu, og þannig reiknað annað en nefndin bað um.
Þetta telja SFS alvarlegt mál, sem þingið hljóti að grennslast fyrir um. Minnt er á að ítrekaðar fullyrðingar ráðherra um að frumvarpið byggi á ýtarlegum greiningum hafi reynst rangar. Ekki verði betur séð en ráðherrann hafi reynt að afvegaleiða löggjafann.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.