Viðurkenna ólíkar forsendur en hafna ásökunum

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Ljósmynd/Samál

At­vinnu­vegaráðuneytið og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið hafa í sam­ein­ingu sent frá sér til­kynn­ingu þar sem viður­kennt er að ekki hafi sömu út­reikn­ing­ar legið til grund­vall­ar við út­reikn­ing veiðigjalds fyr­ir alla þegar málið var tekið fyr­ir í at­vinnu­vega­nefnd alþing­is.

„Inn í til­tekna út­reikn­inga vantaði ákveðnar for­send­ur frá Fiski­stofu, sem leiddi til skekkju í niður­stöðu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

Seg­ir enn frem­ur að stofn­an­irn­ar hafi unnið að því í fram­hald­inu að tryggja að sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur væri milli þeirra sem að álagn­ingu og fram­kvæmd veiðigjalda koma um aðferðafræðina.

„Grein­ing Skatts­ins sem send var at­vinnu­vega­nefnd bygg­ir á þess­um sam­eig­in­lega skiln­ingi og eru ráðuneyt­in sam­mála þess­ari niður­stöðu, sem og Fiski­stofa,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

„Til að tryggja að frum­varpið sé al­veg skýrt um þess­ar for­send­ur út­reikn­inga hef­ur meiri­hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar lagt til breyt­ing­ar í nefndaráliti sínu sem tek­ur af öll tví­mæli í þess­um efn­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­anna.

Sökuð um að villa fyr­ir þing­inu

Til­kynn­ing ráðuneyt­is­ins kem­ur í kjöl­far um­fjöll­un­ar Morg­un­blaðsins þar sem vísað er til grein­ar SFS þar sem Katrín Hanna Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra er sökuð um að af­vega­leiða þingið með því að vís­vit­andi bera á torg rang­ar for­send­ur til út­reikn­ings veiðigjalda.

Þar bygg­ir SFS á út­reikn­ing­um Skatts­ins fyr­ir at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is. Upp­hæðir Skatts­ins voru raun­ar tals­vert lægri, en SFS telja að ráðherra hafi hlutast til um að skatt­ur­inn tæki mið af öðrum töl­um en þeim sem fram komu í frum­varp­inu, og þannig reiknað annað en nefnd­in bað um.

Þessu vís­ar at­vinnu­vegaráðuneytið á bug

„At­vinnu­vegaráðuneytið og starfs­fólk þess hef­ur upp á síðkastið sætt al­var­leg­um ásök­un­um í tengsl­um við þetta mál, m.a. um að hafa reynt að af­vega­leiða lög­gjaf­ann og að hafa óeðli­leg af­skipti af starf­semi stofn­ana rík­is­ins. Slík­ar ásak­an­ir eru litn­ar mjög al­var­leg­um aug­um og vísa ráðuneyt­in þeim al­farið á bug.“

Hér er yf­ir­lýs­ing ráðuneyt­anna í heild sinni 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina